Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 17
kom það venjulega í hlutWerners Bassler að framkvæma spyrnuna. Einnig höfðu þeir Grewenig og Ottmar, bróðir minn, nægileg spyrnuhögg til að skjóta kröftug- lega að marki af svona löngu færi. í slík- um tilfellum var að sjálfsögðu ekki hægt að miða nákvæmlega. Knötturinn tók fyrst og fremst stefnu á markið, en gat lent ýmist í hægri eða vinstri hluta þess. Því nær sem aukaspyrnan var víta- teignum, þeim mun þéttari varð varnar- veggur andstæðinganna. Áður fyrr skutu spymusérfræðingar okkar af alefli upp á von og óvon í vegginn við slík tækifæri. En árangurinn var yfirleitt smár. Knött- urinn hrökk einfaldlega til baka, og stöku sinnum var einn maður í veggnum „skot- inn niður“, þegar knötturinn skall harka- lega á honum. Hér áður fyrr varð Paul Janes frægur fyrir að spyrna með góðum árangri úr aukaspymu í gegnum göt á varnarveggn- um, og stóð mörgum ógn af þessu. ÖIl góð knattspyrnulið hafa nú séð við þessu og Mta ekki slíkan bilbug á veggnum finnast. Þess vegna fórum við að leggja áherzlu a þá aðferð að spyma knettinum yfir vegginn við slík tækifæri. Með góðri æfingu reyndist þetta áhrifamikið í keppni Það sem ræður úrslitum er samt það, að knötturinn fái nægan hraða. Oft sér maður einstaka leikmenn lyfta knettinum listilega yfir varnarvegginn úr aukaspyrnu, en því miður kemur knött- urinn alltof oft með svo litlum hraða að uiarkinu að markvörður hefur nægan bma til vamar, jafnvel þótt hann þurfi að færa sig enda á milli í markinu. Æfing samkvæmt formúlunni um varnar- múrinn. Tveir menn verja hornið, sem er nær. f miðju er gott útsýni til knattarins frá markverði. Hvernig er nú hægt að fá meiri hörku og hraða í shkar spyrnur? Áríðandi er: Knötturinn verður í fyrsta lagi að fara upp fyrir vamarvegginn, en hann má ekki fara í meiri hæð sem svarar hæð þverslár marksins. Ferill knattarins verður að vera regluleg boglína, — og skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.