Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 16
Knattspyrnuþáttur: AUKASPYRNAN Þessi þáttur er úr bók eftir þýzka knattspyrnukappann Fritz Walter, sem lék í þýzka landsliðinu á árunum 1940—1958, samtals 61 landsleik. Á þessu tímabili var hann einn af beztu knattspyrnumönnum í Evrópu og var m.a. fyrirliði vesturþýzka landsliðs- ins, sem sigraði í heimsmeistarakeppn- inni 1954 í úrslitaleik við hið fræga lið Ungverja. Síðan Walter hætti keppni hefur hann verið þjálfari, og einnig hefur hann skrifað athyglis- verðar bækur, þar sem hann lýsir hinni löngu reynslu sinni í knatt- spyrnu og setur fram skoðanir sínar varðandi íþróttina. Árið 1965 birtist hér í blaðinu bókarkafli Walters um hornspyrnuna. I gegnum „múrinn" með brögðum. Aukaspyrnan er skaðabætur, sem knattspymureglurnar kveða á um að veita skuli því liði, sem mótherji hefur brotið gegn. Ef aukaspyma er tekin úti á vellinum, notfærir vel skipulagt lið sér kosti liennar með hraðri og nákvæmri sókn í átt að marki. Sé hún hinsvegar tekin nálægt marki, er leitazt við að skora mark úr henni, annað hvort með beinu skoti á mark eða með öðrum ráð- um. Knattspyrnulið mitt, „I.F.C. Kaisers- lauten“ tók allar aukaspyrnur, sem borg- aði sig að reyna markskot úr, með fyrir- fram skipulögðum aðferðum. Allt var nákvæmlega rætt og ráðgert fyrir keppni. Væri fjarlægðin frá marki 20—25 metrar, þannig að mótherjamir stilltu upp fá- mennum eða óverulegum vamarvegg, andi annað en að við verðum útundan í lífsbaráttunni, nema við felum okkur for- sjá stórvelda eða stjórveldabandalaga. Hjá íslenzkum stjórnmálamönnum má jafnvel heyra bergmál af því sjónarmiði ýmissa póli- tíkusa stórveldanna, að það sé einhvers konar sérvizka og ákaflega gamaldags af tvöhundruðþúsundmanna hópi úti í hafsauga að vera að burðast með sjálfstæðan þjóðar- búskap og þjóðlegt sjálfstæði. Með áróðri sínum undanfarið um að nú verði allir að herða ólina, vegna þess að þjóðarfram- leiðslan þoli ekki annað en versnandi lífs- kjör, hafa ráðamenn landsins komið því inn hjá fjölda fólks, að hér sé sennilega ekki eftir miklu að slægjast. Erlendis séu betri lífskjör, meira atvinnuöryggi, minni verðbólga og betra tækifæri til að koma börnum sínum til mennta. Lífskjaraskerðingin á svo að eiga orsakir sínar í verðfalli sjávarfaurða á erlendum mörkuðum, en þrátt fyrir allt þetta, eru þjóðartekjur íslendinga einhverjar þær mestu í heimi. Ungmennafélagshreyfingin setti sér það mark í upphafi að glæða trú fólksins á landið og gæði þess. Þetta sjón- armið þarf að útbreiða á ný með félagsleg- um þrótti og virku starfi hvað svo sem líður áróðri annarra fyrir vantrú á landið. E.Þ. 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.