Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 8
an samhljóða áliti. Var tillaga laganefnd-
ar samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með
35 atkvæðum gegn 12 en með sam-
þykktinni var þinginu eftirlátið að taka
afstöðu til aðildar ÆSÍ að WAY og öðr-
um samtökum.
Er lagagreinin hafði verið afgreidd
gerði foiTnaður ÆSI grein fyrir tillögu
stjórnarinnar, en síðan flutti Geir Gunn-
laugsson, fulltrúi Samtaka íslenzkra
námsmanna erlendis, tillögu, sem gerði
ráð fyrir úrsögn ÆSÍ úr WAY. Urðu
mjög harðar umræður um tillöguna og
var hún að loknum umræðum samþykkt
með 28 atkvæðum gegn 14. Var viðhaft
nafnakall.
Það álit kom fram í ræðum margra
þingfulltrúa, að íslenzk æska ætti að
forðast þátttiiku í alþjóðasamtökunum
WAY og WFDY, þar sem þau væru af-
sprengi kalda stríðsins. Island ætti að
sýna víðsýni, taka ekki þátt í togstreitu
stórveldanna en hafa vinsamleg sam-
skipti við erlend æskulýðssamtök á óháð-
um jafnréttisgrundvelli. Bent var á í
þessu sambandi, að í sumar verður hald-
ið æskulýðsþing á vegum Sameinuðu
þjóðanna og væri þar hægt að vinna já-
kvætt að alþjóðamálum æskunnar. Jafn-
framt kom fram á þinginu mikill áhugi
fyrir að efla norrænt æskulýðssamstarf,
eins og áður er getið.
Fulltrúar UMFÍ töidu að hin ópóli-
tísku æskulýðssamtök eigi vaxandi hlut-
verki að gegna innan ÆSI, ekki aðeins
hlutlausu sáttasemjarahlutverki heldur
beinu forystuhlutverki. Getur það e.t.v.
reynzt eina færa leiðin til þess að halda
félagslegri einingu ÆSI á næstu árum.
Sveinn Björnsson
íþrótta-
hátíð
ÍSÍ
í sumar
í tilefni 50. íþróttaþings síns gegnst
ÍSÍ fyrir fjölbreyttri íþráttahátíð í
Reykjavík dagana 5.—11. júlí í sumar.
Formaður framkvæmdanefndar hátíð-
arinnar er Sveinn Björnsson en fram-
kvæmdastjóri er Björn Vilmundarson.
A hátíðinni verða bæði íþróttasýning-
ar og íþróttakeppni. M.a. er íslandsmót-
ið í judo svo og Íslandsglíman innlimað
í hátíðina. Þá fer fram landskeppni í
sundi við Irland og einn riðill bikar-
keppni Evrópubikarkeppninnar í frjáls-
íþróttum. Keppa þar Finnar, Belgíu-
menn, Danir, írar og Islendingar.
Gestir hátíðarinnar geta fengið að sjá
flestar greinar íþrótta, ýmist í sýningum
eða keppni. Utanhússmótið í handknatt-
leik hefst 5. júlí og einnig sundknatt-
leiksmeistaramótið og bikarkeppni KKÍ.
I knattspyrnunni ber hæst landskeppni
við Dani. Þá er gert ráð fyrir landskeppni
í handknattleik við Færeyinga og í körfu-
knattleik við Skota.
Það verður því margt á dagskrá fyrir
íþróttafólk og íþróttaunnendur, og von.
andi geta sem flestir komið því við að
njóta þess, sem íþróttahátíðin hefur að
bjóða vikuna 5.—11. júlí.
8
SKINFAXI