Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 14
Það hefur verið furðulega hljótt um þá
námskjaraskerðingu, sem felst í því, að
mörg skólabörn fá ekki lögboðna skóla-
kennslu.
Meðal hinna alvarlegustu staðreynda,
sem komið hafa fram við þessar umræður, er
sú, að nú er efnahagur í miklu ríkara mæli
en undanfarið farinn að skera úr um það,
hverjir geta notið skólagöngu. Efnahag
þjóðarinnar er þannig komið, að skólamál,
einkum langskólanám, er að verða forrétt-
indi hinna efnameiri í þjóðfélaginu. Þetta
á ekki sízt við um þá, sem stunda nám er-
lendis.
íslenzkt námsfólk erlendis hefur séð sig
knúið til að grípa til óvenjulegra aðgerða
til að vekja athygli á neyðarástandi og á
kröfum sínum, sem stjói’nvöld hafa dauf-
heyrzt við. Ekki verður annað séð en að
því hafi tekizt að vekja verulega athygli á
vandamálum sínum.
Hér heima er enginn skortur á dómurum
í máli námsfólksins. Einkum ryðst gamalt
fólk fram á ritvöllinn í bréfadálkum sumra
dagblaðanna, uppfullt af hneykslun og for-
dæmingu á framferði námsfólksins, og
heimtar refsingar og afnám allrar aðstoðar.
Ég held, að enginn þessara gömlu, grömu
manna og kvenna hafi gert sér ljóst, hversu
grátt efnahagsþróun undanfarinna ára hef-
ur leikið það fólk, sem nemur erlendis.
Stórfelldar gengisfellingar og atvinnuskort-
ur hafa raunverulega lokað fyrir áfram-
raldandi nám allra nema þeirra, sem hafa
fjárhagsaðstoð frá ættingjum hér heima.
Það hlýtur að vera skylda og um leið hagur
þjóðfélagsins að greiða götu íslenzks náms-
fólks erlendis þannig að það geti lokið
námi sínu.
En hér heimafyrir er ekki síður þörf
gagngerðrar endurskoðunar á námskjörum
ungs fólks. Hér hefur raunar alltaf ríkt
misræmi á þá lund, að það hefur verið mun
kostnaðarsamara fyrir fjölskyldur í dreif-
býli að mennta börn sín en fyrir fjölskyld-
ur í þéttbýli. Eftir því sem hærra dregur í
skólastiganum eykst misræmið. Mennta-
skólar eru aðeins á þremur stöðum á land-
inu og segir það sína sögu. Það er orðin
þjóðfélagsleg nauðsyn og auðsætt réttlæt-
ismál að létta undir með þeim ungmenn-
um, sem stunda þurfa nám fjarri heimilum
sinum, enda hefur kostnaður við slíka
námsdvöl vaxið gífurlega undanfarin ár, en
atvinnutekjur á sumrum minnkað hlutfalls-
lega að viðbættu algeru atvinnuleysi hjá
sumum nemendum.
Að lokum mætti minnast á einn þátt mis-
réttisins, sem verið hefur furðulega hljótt
um, sennilega vegna blygðunarsemi vald-
hafanna og vegna þess að hér eiga í hlut
þeir, sem minnst mega sín í fámenninu. Það
er sem sagt staðreynd, að víða um land
hljóta börn á skólaskyldualdri ekki nema
þriðjung og þaðan af minni kennslu miðað
við það sem tíðkast í kaupstöðum og þorp-
um og lögboðið er. Þjóðfélagið stendur
ekki í skilum við þessi börn á lögboðnu
framlagi sínu til fræðslu þeirra, og þetta er
ef til vill stórfelldasta námskjaraskerðing-
in.
14
SKINFAXI