Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1970, Page 13

Skinfaxi - 01.04.1970, Page 13
Lyftingar eru víða stundaðar hér á landi, og hefur iðkun þeirra breiðzt nokkuð ört út, enda hægara um vik en t.d. í judo. Stutt er síðan fyrstu íslenzku lyftingadómararnir útskrifuðust, og síðan hafa verið haldin nokkur lyftingamót með góðum árangri. Fjölmargir iðka lyftingar sem þátt í und- irstöðuþjálfun, enda hafa þær geysimikla þýðingu sem undirstöðugrein fyrir flestar íþróttir, og það hefur hvatt íþróttamenn víða um land til að afla sér lyftingatækja. Það er ef til vill hæpið að telja lyft- ingar nýja íþrótt hér á landi. Þær hafa í rauninni verið stundaðar hér frá upphafi vega. Menn notuðu að vísu ekki þau ný- tízkulegu áhöld með góðri handfestu, sem nú eru notuð, heldur kepptust menn við að lyfta grjóthnullungum, oftast mjög átaksillum. Minjar um þessa þjóðlegu íþrótt eru steinar og „tök“ víða um landið, eink- um í gömlum verstöðvum. Borðtennis er skemmtileg íþrótt, sem ung- menna- og íþróttafélög ættu að hyggja bet- ur að en gert hefur verið. Borðtennis er hentugt að iðka í félagsheimilum og skói- um, og kostnaður er ekki verulegur. Þetta er íþrótt fyrir alla og hægt að æfa hana jafnt í fámenni sem fjölmenni. Ýmsar fleiri íþróttagreinar, sem náð hafa hér fótfestu, mætti nefna, en það yrði of langt mál upp að telja að sinni. Einnig mætti nefna íþróttagreinar, sem nú liggja í láginni, en voru talsvert stundaðar fyrir allmörgum árum, t.d. skilmingar og róð- ur, sem vonandi eiga sína uppreist í vænd- um. Gerð var tilraun til að koma á æfing- um í skilmingum í Reykjavík s.l. haust, en það tókst ekki að sinni. Róður er nokkuð kostnaðarsöm íþrótt, en þetta er afar styrj- andi íþrótt og skemmtileg og mikil eftir- sjá að henni. Ungmenna- og íþróttafélög mega ekki gleyma bessari íþrótt heldur at- huga, hvort ekki séu tök á að endurreisa hana. Víða eru ákjósanlegar aðstæður til róðrar, ekki sízt við sjávarsíðuna en einn- ig á stöðuvötnum landsins. Á þessar nýju íþróttagreinar og hinar hálfgleymdu er minnt hér vegna þess, að ungmenna- og íþróttafélögum er nauðsyn- legt að vera vakandi fyrir nýjungum, sem oft geta veitt nýjum þrótti í íþróttastarfið og félagslífið. Skólar — handa hverjum? Það hefur heldur betur komizt skriður á umræður um skólamál íslendinga og náms- kjör í vetur. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að námsfólk hefur rækilega vakið athygli á óánægju sinni með námsaðstöðu og úrelt fyrirkomulag skólamála á mörgum sviðum. íslenzkt námsfólk bíður svars íslenzkra stjórnvalda varðandi framtíðarkjör. Mynd- in er tekin í sendiráði fslands í Osló. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.