Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 23
Frá starfi ungmennafélaganna Héraðsþing UMSE var hald- ið dagana 11,—12. apríl s.l. að Árskógi. Þingið var fjöl- sótt, stóð í tvo daga og fór fram með hinum mesta myndarbrag. Vönduð árs- skýrsla var lögð fram á þing- inu, og ber hún hinu mikla starfi UMSE gott vitni. Stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa: Sveinn Jónsson formaður, Hauk- ur Steindórsson, ritari, Birgir Marinósson gjaldkeri, Páll Garðarsson varaformaður og Sigurður Jósefsson meðstjórnandi. Starf- semi UMSE er vel skipulögð, enda hefur sambandið haft starfandi framkvæmda- stjóra undanfarin ár, Þórodd Jóhannesson, og var hann endurráðinn til næsta starfs- árs. Þingið sátu fyrir hönd UMFÍ þeir Haf- steinn Þorvaldsson, formaður UMFÍ, og Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri sam- takanna. Einnig Hermann Guðmundsson frá ÍSÍ. Héraðsþing HSH var haldið þann 19. apríl s.l. í Ólafsvík. Á þinginu lagði formaður HSH, Jónas Gestsson, fram vandaða árs- skýrslu um starfsemi samtakanna. Helztu mál þingsins voru að venju félags- og æsku- lýðsmál, en auk þess spunnust miklar um- ræður um framtíðar íþrótta- og útivistar- svæði HSH, en það er að verða mjög að- kallandi verkefni að ákveða hvar svæðið á að vera, svo að hægt sé að vinna skipulega Hafsteinn Þor- valdsson, form. UMFÍ og Hermann Guð- mundsson, frvkstj. ÍSÍ. Myndin er tek- in að Árskógi á héraðsþingi UMSE. að uppbyggingu þess. Jónas Gestsson, sem verið hefur formaður HSH síðustu 5 árin, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, og var Skúli Alexandersson kosinn formaður HSH til næsta starfsárs. Auk hans voru kosnir í stjórn, Gissur Tryggvason gjaldkeri, Stef- án Jóhann Sigurðsson ritari, og meðstjórn- endur Þórður Gíslason og Sigurþór Hjör- leifsson. Gestir þingsins voru þeir Sigurður Geirdal og Sigurður Guðmundsson frá UMFÍ. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.