Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 20
samherjamir séu snöggir að hlaupa inn fyrir vamargarðinn til þess að skila knett- inum inn í netið eftir sendingu Schröders. Einn samherji getur líka staðið í sjálfum varnarveggnum, og hefur hann þá skemmsta leið að boltanum með því að snúa sér snarlega við. Fyrir heimsmeistarakeppnina í Svíþjóð 1958 og meðan hún stóð yfir æfðum við oft svipaða aðferð. Hún var fólgin í því að smeygja knettinum framhjá varnar- veggnum (oftast vinstra megin), og þá beið Uwe Seeler, annað hvort hægra eða vinstra megin, reiðubúinn að hlaupa af stað. Stundum stóð líka Hans Scháfer í miðjum varnarveggnum og lét boltann af ásettu ráði renna í gegn á sínum stað til þess að gefa Uwe tækifæri til að komast í skotstöðu fyrir innan. Einnig kom það fyrir, að ég spymti knettinum yfir múr- in og um leið þutu tveir menn af stað til að fylgja knettinum eftir í markið. Við fengum áhuga á þessari auka- spyrnuaðferð í landskeppni við Austur- ríki 1951. Einn Austurríkismannanna, Ocwirk, lét sem hann ætlaði að spyrna af gífurlegum krafti úr aukaspymum, en sparkaði af ásettu ráði fram hjá knettin- um. Síðan vippaði hann boltanum létti- lega yfir varnarvegg okkar og lagði hann fyrir fætur sóknarmannanna. í eitt skipti bjargaði okkur ekkert nema markstöngin, sem knötturinn skall í. Þessi aðferð hefur þann kost, að henni er einnig hægt að beita í óbeinni auka- spyrnu, því þá má boltinn ekki fljúga beint í mark. Það er skemmtilegt til þess að vita, að það er þeim mun örðugra að framkvæma óbeina aukaspymu sem hún er nær markinu. Sé hún tekin innan víta- teigs, má heita útilokað að koma knett- inum fram hjá varnarveggnum. í raun og vem er aðeins um það að ræða að bíða þangað til dómarinn hefur þokað vörn- inni fyrirskipaða 9 metra frá knettinum og spyrna þá svo snöggt, að samherjinn, sem fær boltann, geti skotið hálfmiðuðu skoti að marki. Um leið og dómarinn flautar, þ. e. a. s. áður en spymt er, þokast varnarveggurinn nefnilega tvo til þrjá metra í átt til þess, sem ætlar að spyma, þannig að sáralitlar líkur em á því að glufa finnist í múrnum. Af þessu leiðir að sjaldan leiða óbeinar aukaspyrn- ur svo nærri marki til markskorunar, þótt þær líti út fyrir að vera hættulega ógn- andi tilsýndar. Við í l.FC Kaiserslauten höfðum ein- faldlega þann hátt á, að við röðuðum varnarmönnum á marklínuna, og mark- vörður okkar tók sér stöðu tveim til þrem metrum fyrir framan þessa varnargirð- ingu. Markið reyndist rækilega girt á þennan hátt. Hcirðustu skot hrukku til baka eða lentu í klónum á markverðin- um. Öllu óhagstæðari er staða markvarðar, þegai- um vítaspyrnu er að ræða, en um hana ræðum við síðar. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.