Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 26
fyrir sambandið, auk hins félagslega ávinn- ings. Sambandið er einnig aðili að ritun Byggðasögu Húnvetninga og er nú unnið að því verki. Það sem er framundan hjá sambandinu í sumar er einkum alhliða efling íþróttanna, og er þá m.a. farið að hugsa fyrir undirbún- ingi þátttöku í næsta landsmóti UMFÍ. Nokkrar breytingar urðu á stjórn sam- bandsins, en Ólafur B. Óskarsson formaður og Heimir Ágústsson, gjaldkeri, gáfu ekki kost á sér til endurkjörs sökum anna heima fyrir. Formaður Ungmennasambands Vestur- Húnavatnssýslu var kosinn Sigurður Björns- son, verzlunarmaður Hvammstanga. Aðrir í stjórn eru: Gunnar Sæmundsson, gjaldkeri, Þórður Hannesson, ritari, Böðvar Sigvalda- son, varaformaður og Sigvaldi Sigurjóns- son, meðstjórnandi. Héraðsþing USAH var haldið þann 3. maí sl. á Blónduósi. Formaður USAH, Magnús Ólafsson, lagði fram ársskýrslu samtakanna og ber hún vott um ágætt starf USAH á liðnu starfsári. Umræður voru fjörugar á þinginu og kom fram mikill áhugi fulltrú- anna á aukinni starfsemi USAH á næsta starfsári, einkum hvað snertir starfsíþróttir og íþróttamál. Mikill hugur var í mönnum að gera hlut USAH sem stærstan á næsta Landsmóti. Stjórnarkjör fór sem hér segir: Formaður: Magnús Ólafsson, Sveinsstöðum, varaformaður: Jón Ingi Ingvarsson, Höfða- kaupstað, gjaldkeri: Ottó Finnsson, Blöndu- ósi, ritari: Jóhann Guðmundsson, Svínadal, og meðstjórnandi Valur Snorrason, Blöndu- ósi. Gestir þingsins voru þeir Gunnar Sveinsson og Pálmi Gíslason frá UMFÍ. Umf. Selfoss efndi til skíðagöngu á Sel- fossi í byrjun marzmánaðar undir kjörorð- inu „íþróttir fyrir alla“. Þetta var skemmti- leg og góð nýbreytni í íþróttastarfinu. Margir notuðu tækifærið og brugðu sér á skíði og tóku þátt í göngunni. Undanfarar voru þeir Brynleifur H. Steingrímsson læknir og Helgi Björgvinsson, og lögðu þeir brautina þannig, að allir gátu komizt leið- ar sinanr í göngunni. Tvær leiðir var hægt að velja; var sú lengri um 2500 metrar en hin styttri um 1200 metrar. Alls gengu 31 og þar af voru nokkrar konur. Hér á landi hefur verið allt of lítið af slíkum íþróttamótum, þar sem keppikeflið er fyrst og fremst að vera með í keppninni og leysa þrautina. Það er vel að ungmenna- félögin efli slíka starfsemi og veiti hsnni forgöngu. Daginn eftir skíðagönguna var svo þriðja Grýlupottahlaupið á vetrinum, sem Umf. Selfoss gengst fyrir, en í því keppa ungl- ingar á aldrinum 8—14 ára í aldursflokk- um. Að þessu sinni tóku 63 piltar og stúlk- ur þátt í hlaupinu, og luku með sóma „Grýluhringnum", þrátt fyrir þunga og erf- iða færð í snjó og hálku. Seinna um daginn var svo haldinn fjölmennur félagsfundur þar sem fór fram hugvekja um íþróttir og félagsmál og sýnd var landmótsmyndin í litum frá Eiðum árið 1968, og að lokum var öllum þeim er þátt tóku í hlaupinu og á skíðunum veitt viðurkenning fyrir framlag sitt. Á fundi þessum gengu 21 nýir félagar í félagið. 26 SKIKFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.