Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.04.1970, Blaðsíða 18
hann verður að fara þessa leið án þess að missa nokkuð af hraða sírrum! Þetta er hægt með því að setja hring- snúing á knöttinn í spyrnunni. Hér verð ég að vísa aftur til kaflans um hornspyrnuna, því þar notaði ég sömu spymuaðferðina. Það gerist þannig, að maður lyftir tánum dálítið, þ. e. dreg- ur þær nær leggnum. Þá sneiðir maður knöttinn í spymunni með miðri ristinni innanverðri og knötturinn nemur við hælinn. Á hægfara kvikmynd lítur þetta út eins og knettinum sé strokið með fæt- inum. Hitti maður knöttinn talsvert aft- arlega með hælnum, þá flýgur knöttur- inn hátt í loft upp. Ef snertingin við knöttinn verður framar, en samt að sjálf- sögðu fvrir aftan ökklann, þá verður flug knattarins á sama hátt lægra. Þessari aðferð er einnig beitt í auka- spyrnunni, þegar maður ætlar að lyfta knettinum yfir vegginn. Þetta æfði ég ekki sjaldnar en hornspymuna, og þess vegna tókst mér að ná vissu öryggi í þessu með tímanum. Ég hafði alltaf mik- ið gaman af slíkum aukaspyrnum. Mér fannst þetta skemmtilegra en vítaspyrna. Það er nefnilega sagt, að vítaspyman þýði örugga markskorun. Á sama hátt eru ákúrurnar óskemmtilegar, sem knatt- spyrnumaður fær, ef honum mistekst vítaspyrna. Þegar um aukaspyrnu er að ræða, krefst enginn þess skilyrðislaust að skor- að verði mark. Allra sízt er þess að vænta, þegar keppinautamir hafa myndað traustan varnarvegg, sem enginn maður getur skotið knetti gegnum. En ég beið einmitt alltaf eftir slíkum tækifærum — að skora yfir óvígan varnarvegg. Mér tókst t. d. margsinnis að skora úr þannig stöðu hjá keppinautum okkar „VfR Kaiserslauten“. Markvörður þeirra, Bernd, þekkti þó nákvæmlega auka- spymur mínar, enda hafði hann áður leikið með okkar liði. Ég man t. d. eftir einum leiksigri okkar gegn þessum ná- grönnum okkar, þar sem ég skoraði eina mark leiksins á þennan hátt. Enn þá erfiðara er samt að skjóta knettinum „fyrir endann á veggnum" við slíkar aðstæður. Slíkt er auðvitað aðeins hægt með rækilegum hringsnúningi knattarins. Hin óvænta braut knattarins hjálpar verulega til þess að koma mark- verðinum gjörsamlega í opna skjöldu. Markvörðurinn telur markhornið vera tryggilega varið, þar sem vamarmanna- veggurinn er eins og girðing fyrir fram- an það. En boltinn flýgur þá þannig, að frá stöðu markvarðar virðist hann vera á öruggri leið aftur fyrir markalínu, en snúningurinn beinir honum á furðulegan hátt inn fyrir markstöngina og í netið. Slík markskot er erfitt að verja. Jafnvel jxkt markvörðurinn geri sér nógu tíman- lega ljóst að hætta sé á ferðum, hikar hann við að stökkva af ótta við árekstur við markstöngina. Alfred Pfaff var snillingur á þessu sviði. í Evrópubikarkeppninni tókst hon- um tvisvar að leika þetta bragð í keppni við Glasgow Rangers. Þegar ég lít til baka, kemur mér eitt atvik sérstaklega í hug. Brotið var gegn sóknarmanni okkar í knattspyrnukapp- leik, sem háður var í Speyer. Brotið var greinilega framið innan vítateigs, en þrátt 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.