Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 3
SKINFAXI i. ---------------------—\ Tímarit Ungmennafélags íslands — LXI. árgangur — 5. hefti — 1970 — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju, hvert 32 síður. Þar sem eldri og yngri kynslóðin haldast í hendur, er félagsstarfið bezt Margt hefur verið rætt og ritað um unga fólkið, sem nú er að alast upp. Því hefur verið fundið flest til foráttu og látið í það skína, að tæplega yrði það þess megnugt að standa i stöðu sinni á borð við uppalendur sína, þegar þess tími kæmi. Því hefur einnig verið haldið á lofti, að æskan í dag ætti ekki samleið með eldra fólkinu og eldra fólkið ekki samleið með aeskunni. Það var þó ekki aðeins talinn ávinningur, heldur beinlínis nauðsyn fyrir börn og ungl- inga að umgangast eldra fólkið. Þau börn, sem áttu afa og ömmu á uppvaxtarárunum, hlutu betra uppeldi en hin, sem fóru á mis við þann stóra þátt, er gamla fólkið átti í uppeldi æskunnar, en hann var og hefur alltaf verið mun stærri en almennt er á lofti haldið. Þar sem ungir og gamlir eru saman að leik °9 starfi, nýtast kraftarnir bezt. Samtök og samvinna ungra og gamalla er nauðsynleg. Erv ef áfram heldur, sem nú horfir, að ungir og gamlir fjarlægist, nái ekki lengur að bæta hverjir aðra, þarf ekki að búast við, að vel fari. Það skal viðurkennt, að timarnir eru aðrir nú, en fyrir hálfri öld og æskufólk verður fyrir meiri og sterkari áhrifum nú en áður. Það skapa meðal annars fjölmiðlunartækin, hraðinn og hávaðinn, jafnvel fullþroska maður hefur oft á tíðum átt í erfiðleikum að halda jafn- vægi, hvað þá óþroskaðir unglingar. Ég hefi kynnzt töluvert félagslífi sveitanna, ungmennafélögum, starfi þeirra og baráttu. Þar hefur það komið berlega í Ijós, hvað mikils virði það er, að góð samvinna sé á milli þeirra yngri og eldri. Og ég fullyrði, að þar er starfið mest og bezt, þar sem ungir og gamlir hald- ast í hendur, starfa saman að félags- og menn- ingarmálum. Ég vil hvetja alla, sem vinna að þessum málum að standa saman og láta ald- urinn ekki ráða þar neinum úrslitum, séu starfskraftar fyrir hendi. Sé sálin ung, hefur aldur líkamans ekkert að segja. Enginn er of gamall til þess að vinna að ungmennafélags- málum og æskan stendur þeim mun betur að vígi, sem hún er betur tengd alvöru lífsins, þeirri kynslóð, sem búin er að hlaupa af sér hornin og þekkir lífið. Og að lokum þetta. ( landinu er hraust og heilbrigð æska, sem notið hefur betri lifs- kjara og meiri þæginda en nokkur önnur æska þessa lands. Hún er þar af leiðandi betur búin undir framtíðina en nokkur önnur. Miss- um ekki trúna á hana, hverfum ekki frá henni, bæði okkar vegna og hennar. Sé æskan ekki í dag eins og hún á að vera, er það trú mín, að við sjálf, sem eldri erum, höfum gleymt SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.