Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 25
Landsmótið á Sauðárkróki: LIÐ UMSK Skinfaxi mun nú og framvegis kynna þau knattleikjalið, sem í forkeppninni haf a unnið sér rétt til þátttöku i úrslitum á 14. landsmótinu að sumri. Það er ekki að ófyrirsynju að við kynn- um hér fyrst knattspyrnulið Ungmenna- félagsins Breiðabliks í Kópavogi. Umf. Breiðablik sigraði með glæsibrag í 2. deild Knattspyrnumóts íslands í sumar og er fyrsta ungmennafélagið, sem kepp- ir í 1. deild. Lið Breiðabliks keppti fyrir hönd Ung- mennasambands Kjalarnesþings í knatt- spyrnuforkeppni landsmótsins og vann alla leiki sína með yfirburðum. Meistara- flokkur Breiðabliks hefur átt mjög sigur- sælan feril á þessu ári. Hann hófst með afmælisleik við íslandsmeistara ÍBK í tilefni 20 ára afmælis Breiðabliks í febrú- armánuði s. 1. Breiðablik sigraði 3:2 í afar skemmtilegum leik og var sigurinn verðskuldaður. Þetta var upphafið að nær óslitinni sigurgöngu allt keppnistímabilið. í 2. deild hlaut UBK 25 stig af 28 mögu- legum og skoraði samtals 36 mörk gegn 6. Fremri röð frá vinstri: Heiðar Breiðfjörð, Guðmundur H. Jónsson, Trausti Hallsteinsson, Gissur Guðmundsson, Bjarni Bjarnason, Gísli Sigurðsson, Daði E. Jónsson. — Aftari röð: Þór Hreiðarsson, Magnús Steinþórsson, Ríkarð Jónsson, Helgi Helgason, Einar Þórhalls- son, Guðmundur Þórðarson, Haraldur Erlendsson. SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.