Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 23
Hvernig stendur á því, að foreldrar, sem jafnaðarlega vilja mikið á sig leggja fyrir gengi og hag barna sinna, sjá ekki ástæðu til að vera vitni að þátttöku þeirra í slíkri hátíð, sem allir eru sammála um, að er einstök og orkar þátttakendum vafalítið til gæfu? Ég trúi því að hér sé meir um að kenna sinnuleysi en raunverulegu viljaleysi þorra foreldra. En það er sinnuleysi og hugsunar- leysi, sem erfitt er að afsaka og fyrirgefa og umfram allt, það má ekki oft við bera. Við megum alls ekki snúa höfðinu öfugt, andlitinu aftur, þegar við eigum að horfa fram á veg með forustusveit nýrrar kyn- slóðar, sem okkur hefir verið trúað fyrir að koma til þroska. Þetta vissi hinn gamalreyndi Haukdæl ingur. Hann sá ástæðu til að minna okkur á það um leið og hann fórnaði hugsjón sinni dýrmætum dógum frá nauðsynjaverk- um í baráttu sinni við ösku og eitur Heklu gömlu. Til staðfestingar á því hve sinnulaus hin fullorðna kynslóð er um farnað afkomenda sinna skal dæmi nefnt. Við lengstan dag í bezta veðri á stórfögrum stað í nágrenni þéttbýlis var haldin tveggja daga héraðs- htáíð, ætluð sérstaklega til útilegu og skemmtunar fyrir fjölskyldur, jafnframt því að börn og ungmenni skyldu una við keppni og leik. Fjölbreytt skemtmiskrá var mið- uð við allra hæfi. Á hátíð þessa komu á fimmta hundrað ungmenni, skemmtu sér og kepptu í íþrótt- um með prúðmennsku og án nokkurra áfalla. Voru sjálfum sér og öðrum til sóma. En fullorðna fólkið sást naumast á mót- stað. Með velvild getum við leitað þeirra skýr- inga, að fullorðið fólk vilji hvíla sig heima um heigar eða telji jafnvel heppilegast að ungt fólk sé út af fyrir sig við slíka skemmt- an. Hvorttveggja mun fjarri sanni. Heilbrigð- um ungmennum er það í raun hvatning og ánægja, að fullorðnir fylgist með og taki þátt í áhugamálum þeirra- Hér má og ekki því gleyma, að rík nauðsyn ber til að sem flestir styrki fjárhag íþróttahreyfingarinn- ar með þátttöku í slíku samkomuhaldi. Annað atriðið verður glö'ggt metið ef við berum saman þátttöku fullorðinna í áður- nefndum hátíðum og svo áhuga og þátttöku hinna sömu á hestaþingum og mótum. Um hestaþing er auðvitað flest gott að segja. En sá grunur hlýtur að læðast að okkur ef tóm verður til, að ef til vill snúi andlitið ekki rétt á fylgjunni þeirra, sem er stöðugt í ferð foreldra til hestaþinga og gleðifunda en á þess aldrei kost að fylgja þeim til þeirra skemmtana og móta, sem sérstaklega eru ætluð vaxandi heilbrigðu æskufólki. Þótt sumum kunni að þykja gæta hér hótfyndni í málflutningi, er á það að minna, sem fyrr var að vikið, að ætla má að vilji margra sem að er sneitt muni betri en at- höfn segir til um. Ef við teljum einhvers virði að börn vor verji tómstundum sínum vel, ber okkur að styrkja þau í þeirri viðleitni. Fullþroska mun flestum nógu erfitt að átta sig í tilver- unni um sinn. Hvers mundu þá óráðnari við þurfa. Á síðustu tímum verður ekki efnt til samkomu eða móta að nokkru marki nema með miklum kostnaði. Hið sama er að segja um kennslu alla og þjálfun. Af þessum sök- um er íþróttahreyfingin stöðugt í fjárþröng og þeir eru ótaldir, sem fara á mis við íþróttalíf og starf, vegna þess að útbreiðsla og aðstaða takmarkast stöðugt af þröng- um fjárhag. Ber hér allt að sama brunni- Aðstoð hinna SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.