Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 15
sem eftir eru, vera tímabundnar við 10 mín. Sé lotunum ekki lokið innan þess tíma, hefst höggatalning að nýju. Þegar dómarinn lætur velja í upphafi leiks, hefur sá, sem vinnur hlutkestið, um eftirfarandi 4 möguleika að velja: að hefja uppgjöf, að láta mótherjann hefja uppgjöfina, að velja hvar hann vill standa við borðið í upphafi eða að láta mótherj- ann velja fyrst. Sá, sem byrjar uppgjöf fær að gefa upp fimm sinnum, fimm knetti, og stigin skiptast á milli leikmanna eftir því hvor vinnur knettina. Eftir þessa fimm knetti verður hann móttakari, en sá, sem tók á móti í upphafi, gefur upp 5 sinnum. Þessi skipting á uppgefanda á sér stað eftir hverja 5 knetti leikna allt upp í stöðuna 20 — 20. Ef þessi staða kemur upp í leik er skipt um uppgefara eftir hvern knött. Sá, sem er uppgefari í byrjun fyrri lotu, er móttakari í byrjun 2. lotu. Að lokinni hverri lotu skipta leikmenn um leikvang — borðshelming —. Venjulega er leikið þannig að sá sigrar, sem fyrstur vinnur 2 eða 3 lotur (2 af 3 eða 3 af 5). Ef leika þarf úrslitalotu, þá 3ju eða 5tu, er skipt um hlið við borðið strax og annar hvor leikmaðurinn hefur unnið 10 stig. Uppgjöfin byrjar með því að knöttur- inn er látinn hvíla á lófa lausu handar- innar og er síðan kastað beint upp og án þess að nota fingurna til að koma snúningi á knöttinn. Eigi má heldur velta knettinum af hendinni. Beint upp og án snúnings skal knettinum kastað af lausu hendinni. Knötturihn er síðan sleg- inn þannig, að hann komi fyrst á borðs- hehning þess, sem gefur upp, hoppi yfir netið án þess að snerta það og komi niður á borðshelming mótherjans, sem slær PENNAGRIPIÐ, sem varð sigursælt á heims- meistaramótinu 1952. Þetta grip nota flestir Asíu-búar og er það því oft nefnt Asíu- gripið. Fingrunum þrem á bakhliðinni er oft haldið þétt saman. knöttinn til baka yfir netið niður á borðs- helming þess, sem gaf upp. Lausa höndin verður að vera opin, flöt og knötturinn að Hggja kyrr á henni, þegar upp er gefið. A því augnabliki, þegar spaðinn snertir knöttinn í uppgjöf- inni, verður knötturinn að vera aftan við hvítu línuna á enda borðsins. Það er þvi ekki leyfilegt að halla sér fram yfir borð- ið í uppgjöf. Ef leikmaður hittir ekki knöttinn í uppgjöf, telst það vera tapað stig fyrir hann. Knöttur, sem sleginn er í uppgjöf eða í leik, verður að fara yfir eða utan við netið inn á leikvöll mótherj- ans til þess að vera áfram í leik. Ef knött- urinn er skrúfaður svo mikið að hann hoppi til baka yfir netið af vallarhelm- ingi mótherjans, þá hefur mótherjinn heimild til að elta knöttinn og slá beint á réttan vallarhelming. Ef knötturinn er sleginn í netstólpann og hrekkur af hon- um inn á borðið á réttan borðshelming, er svo álitið, að hann hafi farið beint og er hann því í leik. Uppgjöf skal endurtekin og stig reikn- SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.