Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 14
GAMLA-GRIPID, hið venjulega eða öðru nafni kveðjugripið, er það grip, sem langflest- ir af beztu borðtennisleikurum Evrópu nota. Flestir hafa einn fingur inn á spaðann, en all margir hafa tvo. truflandi áhrif á leikmennina. Bezt er að sami litur sé allsstaðar í bakgrunninum og eru dökkir litir beztir. Þakhæð þarf að vera um 3 metrar og við keppni þarf leik- svæðið utan borðsins að vera 14x6 metr- ar. Við æfingar er hægt að notast við svæði 8x4 m. að stærð. Borðin eru oft samsett úr tveim hlut- um og eru þá tengd í miðju. Auðveldar slíkt uppsetningu þeirra og tilfærslur allar, einkanlega þar sem nú eru fram- leidd borð með innbyggðum hjólum, sem hægt er að rúlla þeim á. Leikvellinum — borðfletinum — er skipt í tvo jafn stóra fleti af netinu, sem er strengt þvert yfir borðið samsíða enda- línunum í 137 cm. fjarlægð frá hvorri. Netið á að vera, með festingunum, 183 cm. langt. Efri brún þess á allsstaðar að vera í 15,25 cm. hæð yfir borðinu en neðri brúnin á að vera þétt við borðflöt- inn. Netið á að vera spennt á þráð, sem haldið er uppi af 15,25 cm. háum stólp- um yzt, sem liggja með ytri brún 15,25 cm. utan brúnar borðsins. Bezt er að netið sé dökkgrænt með hvítri rönd efst, en möskvar þess eiga að vera minnst 7,5 mm en mest 12,05 mm á hvern veg. Knötturinn á að vera úr celluloid, hvít- ur með mattri áferð og vera fullkomlega hnöttóttur. Hann má ekki vera minni í ummál en 11,43 cm og ekki stærri en 12,06, auk þess sem hann verður að vega milli 2,40 og 2,53 grömm. Spaðinn má vera af hvaða stærð, lögun og þyngd sem er, en flötur hans verður að vera með dökkum, möttum lit. Blaðið verður að vera úr tré, en á það má líma slétt gúmmí, takkað gúmmí með takkana hvort heldur menn óska, út eða inn, eða svampgúmmí með öðru gúmmíi utan á. Þykkt þess, sem á spaðann er límt, má i mesta lagi verða 4 mm — límið meðtalið. Það er algerlega bannað að hafa svamp- gúmmíið yzt laga. Leikið er í lotum og vinnur sá lotuna, sem fyrri er að fá 21 stig, en fyrir hvern unninn knött fæst 1 st. Þó getur leikmað- ur ekki unnið lotu á 21 — 20, því í lok venjulegs leiks skal munurinn vera minnst 2 stig milli leikmanna. Því er leiknum haldið áfram þar til annar leik- maðurinn hefur sigrað með 22 — 20, 23 — 21 eða líkri tölu. Ef lotu er ekki lokið eftir 15 mín. leik (sbr. nýjustu al- þjóðareglur), hefst svonefnd höggataln- ing. Sá sem hefur leikinn má ekki slá knöttinn oftar en 12 sinnum eftir upp- gjöfina, og hafi hann ekki unnið knöttinn áður, vinnur mótherjinn stigið. Þegar höggatalning er byrjuð skiptast leik- mennirnir á um uppgjöf knattarins eftir hvert stig. Þegar þessi regla hefur komið til framkvæmda í leik, skulu allar lotur, 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.