Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 5
STARFSMIKILL SAMBANDSRÁÐSFUNDUR Sunnudaginn 25. október 1970 var 17. sambandsráðsfundur Ungmennafélags ís- lands haldinn í félagsheimilinu Stapa í Ytri-Njarðvík. Skipulagning fundarins var með nokkuð öðrum hætti en venja er um slíka fundi, og gafst sú nýbreytni vel. Fundurinn stóð aðeins einn dag. Til fundarins komu fulltrúar frá 17 að- ildarsamtökum, og auk þess sóttu hann allmargir gestir, m. a. Þorsteinn Einars- son íþróttafulltrúi ríkisins. Formaður Ungmennaíélags Njarðvíkur, Guðmund- ur Snorrason, tók á móti fundarfulltrúum og bauð þá velkomna á staðinn. Gat hann þess m. a. að þetta væri í fyrsta skipti sem landsþing eða landsfundur á vegum íþróttahreyfingar væri haldinn á Suður- nesjum. Bauð Guðmundur síðan fulltrú- um til kaffidrykkju í boði UMFN, en handknattleiksstúlkur félagsins önnuðust framreiðsluna af miklum myndarskap. Hafsteinn Þorvaldsson, sambands- stjóri UMFÍ, setti fundinn kl. 9.20 árdeg- is, bauð fulltrúa velkomna til starfa og kynnti dagskrá. Voru síðan kjörnir starfs- menn fundarins og fulltrúum skipt í um- ræðuhópa en strax á eftir hófust skýrslu- flutningar og framsöguræður í hinum ýmsu málum. Sigurður Guðmundsson var lsti fundarstjóri og Jóhannes Sigmunds- son lsti fundarritari. Kraftmikíð starf Sambandsstjóri flutti skýrslu stjórnar- Nokkrir fulltrúanna á sambandsráðsfund- inum í Stapa. SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.