Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1970, Side 17

Skinfaxi - 01.10.1970, Side 17
T. v.: Allt of stutt milli fóta. Oftast hættir háum leikmönnum, sem leika áberandi varnarleik til að standa svona. Þessi staða veldur of beinum og stíf- um hnjám, með hægfara hreyfingar, vegna þess. 1 miðju: Eðlileg fótstaða, sem gefur leikmanni möguleika til auðveldrar og snöggrar fótavinnslu í leiknum. T. h.: Allt of langt milli fóta. Þetta er galli, sem oft sést, jafnvel hjá stórstjörnum. Staðan ?efur leikmanni öryggistil- finningu, þegar hann leið- ir leikinn og ræður gangi hans, en ef hann þarf að hreyfa sig úr stað, er hann seinn og stirður, vegna stöðunnar. arnir, sem við það eru notaðir, eru yfir- leitt minni og léttari og aðeins með gúmmíi öðrum megin, því leikmaðurinn notað aðeins aðra hlið spaðans, þegar hann leikur. Það er skrítið að sjá leik- mann, sem notar þetta grip, leika bak- handarknött, en ef hann nær honum, leikur hann honum oftast mjög snöggt og knötturinn er harður og hættulegur fyrir mótherjann. Gripið er bezt fyrir forhandarhöggið, en af því að gripið þvingar eiginlega leikmanninn til að nota þetta högg mest, er það oftast mjög ör- nggt. Mest eru þó þeir leikmenn, sem nota gripið, taldir hagnast á uppgjöfinni, sem virðist liggja betur við liögginu en gamla gripið, en þar að auki er auðveld- ara fyrir uppgefara með pennagrip að slá örugga stutta knetti í uppgjöfinni og auðvelt er með því að ná mikilli hliðar- skrúfun á knöttinn. En hvort gripið á að nota? Þið ráðið, en eiginlega þarf bæði grip- in til þess að gefa leiknum enn meiri margbreytileika. Sá leikmaður, sem nær beztri tækni í leiknum, og er þá átt við kunnáttu og öryggi í að nota mikið und- irskrúfaða knetti, örugga yfirskrúfaða knetti, örugga bakhönd og snögga for- hönd, er sá, sem skarar fram úr og sigrar í keppni, ef hann hefur auga fyrir leikn- um og taugar, sem standast spennu keppninnar og erfiði. Staða leikmanns við borðið getur verið margskonar og hefur mikið að segja, eins og meðfylgjandi þrjár myndir sýna. Leik- maður verður að vera léttur á fæti og vel lirevfanlegur, án þess þó að hlaupa um að nauðsynjalausu. Hitið vel upp fyrir keppnina og reynið að kvnna vkkur, ef þið hafið tækifæri til þess, leikaðferð væntanlegs andstæðings. Ef einhverjir hugsa sér að hefja leikinn og þurfa aðstoðar við, verið ekki feimin við að biðja um aðstoð inína. Hún mun veitt ykkur þegar í stað. G. Þór. skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.