Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 22
PETUR ÞORSTEINSSON: AÐ LOKINNI IÞROTTAHATID (útvarpserindi) Næst hörmulegum slysum, sem alþjóð hefir verið efst í huga um skeið, hafa frétt- ir undanfarandi vikna mjög beinst að há- tíðum, mótum og mannfundum ýmiskonar. Þótt listahátíð og landsmót hestamanna hafi verið fyrirferðamikil og rúmfrek í fréttum og fjölmiðlum, verður, að ég ætla, hlutur íþróttahátíðar 1970 minnisstæður þeim er urðu vitni að afrekum þeim er fé- lagsandi og samhæft átak íþróttaunnenda gáfu sýn til fyrstu júlídagana á þessu sumri. Eina andrá verður hér staldrað við atriði úr borðræðu aldraðs íþróttakappa, en texti þeirrar borðræðu og meðferð hans getur verið minnisvert eigi síður en afrek framin á íþróttaleikvangi. Ræðumaðurinn var Sigurður Greipsson í Haukadal suður, sem óþarft mun nánar að kynna, en textinn er fenginn úr þjóð- sögunni um pilt þann er var svo búinn, að hann gat auðveldlega tekið ofan höfuðið og sett það aftur á búkinn að vild. Þó varð pilti það eitt sinn á, að skeyta því svo við bolinn, að andlitið sneri aftur. Texta þennan má tengja ýmsu efni, við- burðum og viðhorfum eins og verður um góða texta, einkum þó þá er lengi hafa verið túlkaðir og trúlega notaðir. Það var við lok íþróttaþings, sem haldið var jafnframt iþróttahátíð, að hinn aldni glímugarpur, skólamaður og ungmenna- félagi kvaddi sér hljóðs og flutti kyngi- magnaða ræðu, sem borin var fram af þrótti og lifandi áhuga á góðu málefni. Jafnframt því að kynna sig sem einn hinn yngsta og áhugasamasta meðal íþróttaunn- enda í dag, gaf hann viðstöddum sýn til há- borðs afreksmanna úr aldamótasveit ung- mennafélaga. Hann sýndi þá einurð og heil- indi, að gagnrýna þá framkvæmd sem vissu- lega var að flestu ágæt og enginn hefði vog- að að finna að- íþróttahátíð á íslandi hefir aldrei verið haldin með slíkum glæsibrag. Þúsundir þátt- takenda í skrúðgöngu lögðu leið sína til íþróttaleikvangs, sem jafnast á við hliðstæð mannvirki stórþjóða. Þetta var áhrifamikil hátíð, öllum til sóma sem undirbjuggu hana og að henni stóðu. Öllum til sóma nema þeirri kynslóð sem fóstrar þau ungmenni, þær dætur og þá syni sm skipuðu sér í þús- undatali undir merki íþrótta og heilbrigðs lífs þennan sólfagra sumardag. Áhorfendasvæðið við leikvanginn í Laug- ardal var raunalega þunnskipað að þessu siiiíii. Auðir bekkirnir voru tómlátir við upp- haf íþróttahátíðar, andlit vantaði þar sem þau áttu að vera. Hinn hári fullhugi og mannvinur sá ástæðu til að geta um þetta á hátíðastundu. Hann varaði okkur við að láta höfuðið snú- ast á bolnum. Góður leikvangur, glæsileg skrúðganga og ótrauðir forustumenn er ekki nóg til þess að hugsjónin um heilbrigða sál í hraustum líkama nái til svo margra sem nauðsyn ber til. Til þess þarf skilning og rétt mat hvers einasta þjóðfélagsþegns á gildi íþrótta fyrir farsæla lífsnautn vaxandi kynslóðar. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.