Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 12
Hlutur knattleikja á landsmótum UMFÍ hefur stöðugt vaxið undanfarin ár. Myndin er tekin í fyrstu körfu- knattleikskeppninni, sem háð var á lands- inoli, en það var á Laugarvatnsmótinu 1965. 4 Knattlið á landsmótunum Á sambandsráðsfundinum kom fram tillaga um að hafa fjögur Iið í úrslitum knattleikja á landsmótinu. Fundarmenn voru á einu máli um að slík breyting væri til bóta, en töldu ekki fært að breyta þessu nú fyrir 14. landsmótið, þar sem forkeppninni væri lokið og hún miðuð við annað fyrirkomulag, þ. e. þriggja liða úrslit. Vildu fundarmenn að þessi breyt- ing næði fram að ganga að loknu 14. landsmótinu. Var samþykkt tillaga um að kjósa þriggja manna nefnd til að endur- skoða landsmótareglugerðina með þetta í huga, og skal nefndin skila tillögum sínum til stjórnar UMFÍ þremur mánuð- um fyrir næsta sambandsþing UMFÍ. í nefndina voru kosnir: Pálmi Gíslason, Sigurður Helgason og Guðmundur Snorrason. Miklar umræður urðu um 14. lands- mótið og hina ýmsu þætti þess. M. a. ræddi Guðmundur Snorrason um nauð- syn þess, að hópganga íþróttafólksins inn á íþróttasvæðið yrði sem glæsilegust. Einnig taldi hann æskilegt að UMFÍ léti semja sérstakt lag eða göngumars til að leika við þetta tækifæri. Nýtt íþróttablað Nýlega hóf göngu sína nýtt íslenzkt íþróttablað, og ber það titilinn „íþróttir fyrir alla". Ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins er Ágúst Birgir Karlsson. í blað- inu eru greinar um hinar margvíslegustu greinar íþrótta og útilífs, t. d. um hesta- mennsku, kappakstur og veiðiskap auk hinna sígildu íþróttagreina. 12 SKINFAXl

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.