Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 13
HVERNIG Á AÐ LEIKA BORÐTENNIS? í síðasta þætti ræddi ég nokkuð um borðtennis og mælti með því að íþróttin yrði tekin til æfinga í hinum fjölmörgu félagsheimilum okkar og þar sem erfitt er að ná fólki saman til íþróttaiðkana. Nú mun ég ræða nánar framkvæmd íþróttarinnar. Borðið á að vera ferhyrningur og vera lárétt, 274 cm. langt og 152,5 cm. breitt. Hæðin 76 cm. og mælist frá gólfi til efri brúnar plötu. Það má vera úr hvaða efni sem er, en verður allsstaðar að gefa jafn- hátt hopp löglegs knattar, sem sleppt er úr 30 cm. hæð yfir borðfletinum. Þetta hopp knattarins skal vera milli 20 og 23 cm. Borðflöturinn — leikvöllurinn — á að vera dökkur og áferð mött. Venjulegasti liturinn er grænn ,en svart og rautt koma vel til greina. Yzt á brún borðsins, allt um kring, skal vera 2 cm. breið hvít rönd. Borðið verður að standa stöðugt. Til leikvallarins telst ekki aðeins yfirborð borðflatarins, heldur einnig efri brún lang- og skammhliða og hornin. Knöttur, sem í leiknum snertir þær, — svonefndui kantbolti — er því í leik og löglegur, en knöttur, sem snertir neðan brúnar, er hinsvegar dauður — úr leik. Bezt er að leika á trégólfi. Steinsteypt gólf má þó notast við fyrir léttari leiki, en er talið vera ónothæft fyrir keppni. Mikilvægt er að gólfið sé ekki hált né gljáandi, Baksviðið má ekki heldur hafa Rétt uppgjöf. Höndin er opin, flöt og lárétt, og dómarinn getur auðveldlega séð knöttinn. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.