Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 11
Áframhaldandi starf Félagsmálaskóla UMFÍ Félagsmálaskóli UMFÍ hóf starfsemi sína s.l. vetur, og var framtíðarstarfsemi skólans eitt af viðfangsefnum sambands- ráðsfundarins. Hafsteinn Þorvaldsson sagði í framsöguræðu sinni, að allmargir aðilar hefðu óskað eftir námskeiðum skólans í vetur og yrði vonandi hægt að verða við þeim óskum. Framtíðarstarf skólans væri þó að sjálfsögðu mjög háð opinberri fjárveitingu, en reynslan hefði staðfest, að starfsemi skólans væri svo mikilvæg að henni yrði að halda áfram og efla hana þannig að hún nái til ung- mennafélaga, skóla og sem flestra áhuga- manna í öllum héruðum landsins. Kennslubréf hafa þegar verið samin fyrir skólann í eftirtöldum málaflokkum: Skipulagsmál UMFÍ, félagsheimilin, sam- komuhald, starfsíþróttir og frumatriði í skyndihjálp. Einnig hafa verið samin og fjölrituð námsgögn í ræðumennsku, fund- arstjórn og fundarritun. Hafsteinn kvað mjög aðkallandi að semja kennslubréf í fleiri málaflokkum, og væru allar ábend- ingar í þeim efnum mjög vel þegnar. í lok ræðu sinnar mælti Hafsteinn: „Það er sannfæring mín, að hér sé hleypt nf stokkunum einu gagnmerkasta máli, sem ungmennafélagshreyfingin hefur tekið sér fyrir hendur að framkvæma. Það er því mikils um vert, að vel takist til um framkvæmdina. Þörfin fyrir þessa starfsemi er mjög brýn, og eins og áður getur, einskorðast hún ekki eingöngu við okkar félagsskap, þótt málefni ung- mennafélagshreyfingarinnar verði þar jafnan í öndvegi.“ Að lokum skal hér tilfærð ályktun sambandsráðsfundarins um þetta mál: „17. sambandsráðsfundur UMFÍ, 25. okt. 1970, lýsir ánægju sinni með það frum- kvæði sambandsstjórnarinnar að hefja starfsemi Félagsmálaskóla UMFÍ. Jafn- framt hvetur fundurinn skólanefnd til að afla sem fyrst kennslubréfa í þeim grein- um, þar sem þau eru enn ekki fvrir hendi.“ Málefni skólans voru mikið rædd á fundinum, og höfðu fundarmenn mikinn hug á að efla skólann og fá hann til að starfa á sem flestum stöðum. FÉ I,A GSMÁI.ASKÓLI UMFl Hg SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.