Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.10.1970, Blaðsíða 7
Síðar á fundinum skiluðu umræðu- hóparnir álitum um hin ýmsu mál og urðu umræður miklar og líflegar. Yrði of langt mál að rekja það allt hér, en helztu ályktanir og niðurstöður fundarins eru birtar hér í blaðinu. Fundarfulltrúar þágu tvívegis ágætar kaffiveitingar UMFN og snæddu hádeg- isverð í boði hreppsnefndar Njarðvíkur- hrepps, sem sýndi samtökunum þann sóma að koma öll ásamt sveitarstjóranum til málsverðarins. Undir borðum hlýddu fundarmenn á frásögn sveitarstjóra um byggðarlagið og framkvæmdir þar. Síðan voru skoðuð íþróttamannvirki og félags- aðstaða í hreppnum, en hvort tveggja er til fyrirmyndar í þessu sveitarfélagi. Kvöldverð snæddu fulltrúar svo í boði bæjarstjórnar nágrannabæjarins, Kefla- víkur. Fundinum lauk ekki fyrr en síðla kvölds. Flutti formaður UMFÍ þá stutta hvatningarræðu, þakkaði fundarmönnum ágætt starf og Ungmennafélagi Njarð- víkur framúrskarandi góða fyrirgreiðslu og móttökur. Frjálsíþróttamenn, athugið! I næsta hefti Skinfaxa verður birtur fyrsti þátturinn í æfingaáætlun fyrir frjálsíþróttamenn. Hér gefst einstaklega gott tækifæri til markvissrar þjálfunar fyrir þá, sem vilja æfa af kappi fyrir landsmótíð næsta sumar. Guðmundur Þórarinsson hefur samið þetta æfingakerfi, sem mun verða frjáls- íþróttamönnum kærkomið, ekki sizt í dreifbýlinu, þar sem erfitt er að koma við skipulegri þjálfun hjá félögunum. Komið, og undirbúið þátttökuna vel! í lok umræðna um landsmótið á sam- bandsráðsfundinum bar Hafsteinn Þor- valdsson fram tillögu, sem samþykkt var samhljóða og er á þessa leið: „17. sambandsráðsfundur UMFÍ hvet- ur sambandsfélög UMFÍ til öflugrar þátttöku í 14. landsmótinu á Sauðárkróki sumarið 1971. Sambandsaðilar leggi m. a. sérstaka áherzlu á þessi atriði: a. Þjálfun íþróttafólks með þátttöku í landsmótinu í huga. b. Unnið verði í tæka tíð að útvegun samstæðra íþróttabúninga íþróttafólks hvers aðila, svo og félagsmerkja og burðarfána og reynt á allan hátt að vanda sem bezt framkomu þátttöku- aðila á mótinu. c. Sambandsaðilar bregðist vel við til- mælum um útvegun starfsmanna til að starfa að framkvæmd íþróttakeppn- innar á landsmótínu. d. Sambandsfélagar geri sitt bezta til að auglýsa landsmótið á sínu sambands- svæði og skipuleggi hópferðir ung- mennafélaga til mótsins, ef aðstæður leyfa. Slíkar hópferðir verði undir ör- ugri fararstjórn og á ábyrgð viðkom- andi sambandsaðila." SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.