Skinfaxi - 01.04.1971, Side 8
irtektir, en aðstæðurnar voru glæfralegar.
Þannig gat þetta verið, þegar veðrið
brást, en auðvitað var veðrið oft hagstætt
og aðstæður til keppni og útiskemmtana
góðar, en þetta veðurhappdrætti þekkja
allir Islendingar ekki síður nú en þá. Nýi
völlurinn í Þjórsártúni var tekinn í notk-
un 1950, en glíma og hátíðardagskrá hafa
jafnan farið fram á gamla vellinum, og
þann völl verður að varðveita frá
skemmdum og gleymsku. Hann er merki-
legur menningarsögulegur minnisvarði.
Jú, það eru margar minningar tengdar
við héraðsmótin, en minnisstæðastar eru
mér afmælishátíðir Skarphéðins 1950 og
1960. Á 40 ára-hátíðinni 1950 var stóra
bændaglíman, þar sem 74 Árnesingar og
Rangæingar leiddu saman hesta sína.
Þetta var mikill viðburður. Rangæingar
reyndust nokkru færri, þegar til leiks
kom, svo að ég varð að úrskurða þeim
menn að láni. Þá sögðu einhverjir tor-
tryggnir Rangæingar, að auðvitað myndi
ég lána þeim laka menn, en ég sagði:
Spyrjið að leikslokum en ekki að vopna-
viðskiptum. Það var mikil eftirvænting
og áhorfendur geysimargir, brekkan var
þakin fólki, og það fylgdist með af mikl-
um áhuga og tjlfinningu. Árið 1960 var
mikil rigning, en á þessari 50 ára af-
mælishátíð sýndu ungar stúlkur og
ungir piltar jrjóðdansa eins og ekkert
hefði í skorist, og það var stórfengleg
sýning. Mér kom til hugar, að með þessu
fólki mætti vinna heilt konungsríki.
— Breyttir þú íjrróttasambandinu
Skarphéðni í héraðssamband?
— Breytingin var gerð 1922, ári eftir
að ég varð formaður Skarphéðins, og
tillagan var samþykkt einróma. Eftir
þessa breytingu stóraukast auðvitað verk-
efnin hjá Skarphéðni; öll hin fjölbreyti-
legu viðfangsefni ungmennafélaganna
varð héraðssambandið nú að láta til sín
taka. Haldin voru íþróttanámskeið og
ýmis konar fræðslunámskeið, unnið að
bindindismálum, skógrækt o. s. frv. HSK
lét sig strax varða öll framfaramál í hér-
aðinu. Landgræðsla og gróðurvemd var
t. d. snemma á dagskrá hjá okkur. Árið
1938 ræddi ég um uppblásturinn á
Haukadalsheiði og héraðsþing HSK
gerði samþykkt í málinu. Héraðsskóla-
málið var mikið rætt á sínum tíma, og
Þátttakendur í fs-
landsglímunni 1924 að
lokinni keppni. Frá
hægri: Sveinn Gunn-
arsson, Ottó Marteins-
son, Þorgeir Jónsson,
Björn Vigfússon, Sig-
urður Greipsson,
Magnús Sigurðsson
(Stórafjalli), Jón Jóns-
son frá Laug og Stein-
dór Valdimarsson.
8
S KI N FA X I