Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 4
FORSÍÐUMYNDIN er tekin í keppnisferðalagi íslenzku ung- mennafélaganna i Danmörku s.l. sumar. Myndin er tekin í keppni í 5000 metra hlaupi, sem háð var i Óðinsvéum. Fremst- ur er hinn góðkunni hlaupagarpur Jón Sigurðsson, sem sigraði i þessari keppni, en þriðji er Einar Óskarsson, sem varð fjórði í þessari keppni. í næsta hefti Skin- faxa kemur síðari hluti frásagnarinnar af þessari eftirminnilegu ferð, en fyrri hlutinn birtist i siðasta hefti. HELGI DANÍELSSON hinn gamalkunni knattspyrnukappi tók hinar ágætu íþróttamyndir frá 14. lands- mótinu, sem birtust í síðasta hefti Skin- faxa og ekki voru auðkenndar. Meðal þeirra er forsiðumynd blaðsins. Helgi tók myndir fyrir Morgunblaðið á mótinu, og sáu margir Reykvikingar sýnishorn af myndum hans, er sýndar voru í glugga blaðsins í Aðalstræti. SIGURÐUR R. GUÐMUNDSSON ritari UMFÍ er höfundur leiðara blaðsins í síðasta hefti, en hann fjallaði um er- lend samskipti ungmennafélaga. Skúli Þorsteinsson. NÝR HEIÐURSFÉLAGI Á 27. sambandsþingi UMFÍ var til- kynnt að stjórn UMFÍ liefði kjörið Skúla Þorsteinsson námsstjóróa heiðursfélaga Ungmennafélags íslands. Þingheimur fagnaði þessari ákvörðun og sendi þingið Skúla árnaðaróskir og þakkir, en vegna veikinda gat hann ekki komið því við að sækja þetta þing og veita heiðursfélags- merki sínu viðtöku. Skúli er öllum ungmennafélögum að góðu kunnur. Hann sat um langt árabil í stjórn UMFÍ og var lengi framkvæmda- stjóri samtakanna. Á yngri árum var Skúli formaður Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands. Hann hefur því allt frá æskuárum verið ötull og farsæll ungmennafélagi og er enn vökull og áhugasamur. Skinfaxi óskar Skúla til hamingju og þakkar honum mikið og óeigingjarnt starf í þágu ungmennafélagshreyfingarinnar. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.