Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 10
og voru nemendur á námskeiðinu alls 24. Kennarar voru Sigurfinnur Sigurðsson, Hafsteinn Þorvaldsson, Sig. Geirdal og Sigurður Guðmundsson. Fjórða námskeið skólans hófst 11. jan. 1971, og stóð það til 8. marz. Var það hjá Umf. Gnúpverja í Árnessýslu. Kennslan fór fram í félagsheimilinu í Árnesi og stóð yfir í 10 kvöld. Nemendur voru 15 talsins. Kennarar voru þeir Sig- urfinnur Sigurðsson og Hafsteinn Þor- valdsson. 22. janúar hófst 5. námskeiðið í íþróttakennaraskóla íslands að Laugar- vatni og voru þátttakendur allir nemend- ur skólans 19 að tölu. Námskeiðið stóð fram í marzlok. Kennarar voru Sigurfinn- ur Sigurðsson, Hafsteinn Þorvaldsson og Sigurður Guðmundsson. Sjötta námskeið skólans var með nokkuð öðmm hætti en hin fyrri, en það var eins dags félagsmálakynning í Hér- aðsskólanum að Skógum undir Eyja- fjöllum, þar sem kynnt var starfsemi UMFÍ og landgræðsla áhugamanna. Þátttakendur voru allir nemendur skól- ans, en kynninguna önnuðust Hafsteinn Þorvaldsson og Sigurður Guðmundsson ásamt Sveini Runólfssyni fulltrúa land- græðslustjóra ríkisins. Áttunda námskeið skólans hófst 15. marz hjá Kiwanis-klúbb Selfoss. Stóð það yfir í 8 kvöld og voru þátttakendur 15 talsins. Kennari var Sigurfinnur Sig- urðsson. 17. marz hófst námskeið hjá Kven- félagi Hrunamanna að Flúðum og var það níunda námskeið skólans. Námskeið- ið stóð í fjögur kvöld og voru þátttakend- ur 20 kvenfélagskonur. Kennari var Sig- urfinnur Sigurðsson. Þetta var síðasta námskeið skólans á öðru starfsári hans. Þriðja starfsár Félagsmálaskóla UMFÍ hófst með 10. námskeiði skólans hjá Umf. Aftureldingu þann 7. okt. sl. að Varmá í Mosfellssveit. Þátttakendur á námskeið- inu eru tuttugu talsins frá ungmenna- félögunum í Kjós, Kjalarnesi og Mos- fellssveit. Kennski hefur nú farið fram í 7 kvöld en námskeiðið mun halda áfram eftir áramót. Kennarar eru Sigurfinnur Sigurðsson, Hafsteinn Þorvaldsson, Sig. Geirdal og Sigurður Guðmundsson. 11. námskeið Félagsmálaskólans fór fram 22. til 29. nóv. hjá Félagi gæzlu- systra í Reykjavík. Námskeiðið stóð yfir í fjögur kvöld og voru þátttakendur 29 gæzlusystur. Kennari á námskeiðinu var Guðmundur Guðmundsson. Nú liggja fyrir umsóknir frá fjölmörg- um félögum og skólum um námskeið hjá Félagsmálaskóla UMFÍ. Á stjórnarfundi UMFÍ þann 19. nóv. var kosin sérstök nefnd til að fjalla um málefni skólans og gera áætlun um framtíðarskipulag hans. Stjórnarfundur um skólann. Hinn 2. des. s.l. hélt stjórn UMFÍ sér- stakan fund um Félagsmálaskólann til undirbúnings framtíðaraðgerðum í mál- efnum skólans. Niðurstöður fundarins fylgja hér á eftir: Félagslegt uppeldi í skólum. Stjórn U.M.F.I telur það brýna nauð- syn að vel uppbyggð samræmd félags- málafræðsla fari fram í öllum skólum landsins og sé miðað við að hún hefjist á 4. skólaári og standi til loka gagn- fræðanáms. Framkvæmd: Til þess að þetta megi takast þarf: a) að gefa út handbækur fyrir kennara 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.