Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 8
Hér eru þingfulltrúar á 27. sambandsþingi UMFÍ við anddyri Húnavallaskóla. (Ljósm. Sig. Geirdal.) Varastj.: Óskar Ágústsson, Pálmi Gíslason og Sigurður Helgason. Endurskoð.: Kjartan Bergmann og Gestur Guðmundsson. Varaendursk.: Barði Þórhallsson, Kópa- vogi, og Hjörtur Jóhanns- son, Hveragerði. Ekki komu aðrar tillögur og voru til- lögur kjörnefndar samþykktar samhljóða. Hafsteinn Þorvaldsson þakkaði traust, sem sér væri sýnt með þessari kosningu. Fulltrúum þakkaði hann góða þingsetu og óskaði þeim og félögum þeirra góðs gengis á komandi árum, og kvaðst hlakka til samstarfs við þá- Gestgjöfum þakkaði hann góðar móttökur. Magnús Ólafsson, USAH, þakkaði mönnum komuna og óskaði þeim góðrar heimferðar. Sigurður Guðmundsson þakkaði full- trúum þingsetu og óskaði þeim góðrar heimferðar. Síðan sagði hann 27. Sam- bandsþingi UMFÍ slitið. Ályktanir frá þingi UMFÍ Um æskulýðsmálalöggjöf 27. sambandsþing UMFÍ fagnar lögum um æskulýðsmál frá 17. apríl 1970. Væntir þingið mikils af samstarfi við æskulýðs- fulltrúa ríkisins og að starfsemi Æsku- lýðsráðs ríkisins verði til eflingar félags- legs starfs ungmennafélaga í landinu. Um sjálfstæðismál 27. sambandsþing UMFÍ haldið að Húnavöllum dagana 30.—31. október 1971 hvetur Alþingi og alla íslendinga til sam- stöðu í landhelgismálinu, einu mesta lifs- hagsmunamáli íslenzku þjóðarinnar og lýsir eindregnum stuðningi við málið. 27. sambandsþing UMFÍ ítrekar fyrri samþykktir ungmennafélagshreyfingar- innar um, að í landinu skuli ekki dvelja erlendur her á friðartímum. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.