Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1971, Page 8

Skinfaxi - 01.12.1971, Page 8
Hér eru þingfulltrúar á 27. sambandsþingi UMFÍ við anddyri Húnavallaskóla. (Ljósm. Sig. Geirdal.) Varastj.: Óskar Ágústsson, Pálmi Gíslason og Sigurður Helgason. Endurskoð.: Kjartan Bergmann og Gestur Guðmundsson. Varaendursk.: Barði Þórhallsson, Kópa- vogi, og Hjörtur Jóhanns- son, Hveragerði. Ekki komu aðrar tillögur og voru til- lögur kjörnefndar samþykktar samhljóða. Hafsteinn Þorvaldsson þakkaði traust, sem sér væri sýnt með þessari kosningu. Fulltrúum þakkaði hann góða þingsetu og óskaði þeim og félögum þeirra góðs gengis á komandi árum, og kvaðst hlakka til samstarfs við þá- Gestgjöfum þakkaði hann góðar móttökur. Magnús Ólafsson, USAH, þakkaði mönnum komuna og óskaði þeim góðrar heimferðar. Sigurður Guðmundsson þakkaði full- trúum þingsetu og óskaði þeim góðrar heimferðar. Síðan sagði hann 27. Sam- bandsþingi UMFÍ slitið. Ályktanir frá þingi UMFÍ Um æskulýðsmálalöggjöf 27. sambandsþing UMFÍ fagnar lögum um æskulýðsmál frá 17. apríl 1970. Væntir þingið mikils af samstarfi við æskulýðs- fulltrúa ríkisins og að starfsemi Æsku- lýðsráðs ríkisins verði til eflingar félags- legs starfs ungmennafélaga í landinu. Um sjálfstæðismál 27. sambandsþing UMFÍ haldið að Húnavöllum dagana 30.—31. október 1971 hvetur Alþingi og alla íslendinga til sam- stöðu í landhelgismálinu, einu mesta lifs- hagsmunamáli íslenzku þjóðarinnar og lýsir eindregnum stuðningi við málið. 27. sambandsþing UMFÍ ítrekar fyrri samþykktir ungmennafélagshreyfingar- innar um, að í landinu skuli ekki dvelja erlendur her á friðartímum. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.