Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 9
MIIMIIIMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIMI MIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIimillMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIMIMIMIIIIMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIMimiJ : FÉLAGSMÁLASKÓLI | : UMFl : Framtíð Félagsmálaskólans MIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII.Illll IIIIIIIIII11111111111111111111111111111111111111111 Félagsmálaskóli UMFÍ og starfræksla hans í framtíðinni hefur mjög verið til umræðu innan samtakanna undailfarið. Margir aðilar hafa sýnt áhuga á þessari starfsemi og miklu fleiri umsóknir um námskeið hafa borizt en nokkur tök hafa verið á að sinna. Starfsemin hefur ekki verið einskorðuð við ungmennafélög, enda starfar skólinn á breiðum grundvelli og takmark hans er að ná til sem flestra. Forystumenn UMFÍ hafa kynnt > starf félagsmálaskólans fyrir ýmsum aðilum fræðslumála, m. a. menntamálaráðu- neytinu. Starfstmi skólans hefur fengið svo góðar og almennar undirtektir, að nauðsynlegt er að honum verði gerð ný starfskrá og fjárhagsgrundvöllur hans tryggður. Félagsmálaskólinn á sér ekki langa sögu. Það var á 26. sambandsþinginu á Laugum 1969 að samþykkt var svo- hljóðandi tillaga: 26. sambandsing UMFÍ samþykkir að UMFÍ hefjist þegar handa með athugun á stofnun og starfrækslu félagsmálaskóla, sem hafi það markmið að þjálfa unga menn og konur til þess að taka að sér fé- lagslega uppbyggingu meðal æskufólks í landinu. Að loknu þingi hóf stjórn UMFÍ þegar í stað að fjalla um leiðir til þess að auka félagsmálafræðslu á vegum samtakanna. Eftir nokkra undirbúningsvinnu var skól- an-jm sett reglugerð af stjóm UMFÍ, og tók hún gildi 1. febrúar 1970. Annáll skólans. Fyrsti kennari Félagsmálaskólans var ráðinn Sigurfinnur Sigurðsson frá Sel- fossi, en hann tók einnig að sér ásamt Hafsteini Þorvaldssyni að semja kennslu- gögn fyrir skólann. Skólinn hóf svo starfsemi sína með námskeiði í íþróttaskóla Sig. Greipssonar í Haukadal dagana 21. og 22. febrúar 1970. Þátttakendur voru 9 og kennarar þeir Sigurfinnur Sigurðsson og Hafsteinn Þorvaldsson. Annað námskeið skólans hófst svo 23. febrúar í félagsheimilinu Stapa í Ytri- Njarðvík og sóttu það 24 félagar frá ung- mennafélögunum á Suðurnesjum kennsla fór fram eitt kvöld í viku og lauk nám- skeiðinu 20. apríl. Kennarar á þessu námsekiði voru Sigurfinnur Sigurðsson, Hafsteinn Þorvaldsson og Sig. Geirdal. Fleiri urðu námskeiðin ekki á fyrsta starfsári skólans. Annað starfsár hófst með þriðja nám- skeiði skólans sem haldið var í Kennara- skóla íslands og hófst 18. nóv. og stóð fram á vor. Kennt var eitt kvöld í viku, SKINFAXl 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.