Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 6
UMFÍ, Skákþing UMFÍ, landgræðslu- mál, Þrastaskógur, utanferð og ferða- happdrætti, starfsíþróttir, önnur íþrótta- mál, nýja æskulýðslöggjöfin, erlend sam- skipti, getraunir, landsmót UMFI, erind- rekstur og útbreiðslustarfsemi, f jármál. Gjaldkeri UMFÍ, Gunnar Sveinsson las síðan og skýrði reikninga UMFÍ og ræddi viðhorfin í f jármálum samtakanna. Reikningarnir voru samþykktir sam- hljóða umræðulaust- Tveir af gestum þingsins fluttu |m næst ávörp. Reynir Karlsson æskulýðs- fulltrúi ríkisins ræddi um aukna félags- starfsemi æskulýðsins á undanförnum ár- um, sem væri mikið ánægjuefni. Kvað hann mikla krafta óvirkjaða meðal ungs fólks í landinu, og hvatti UMFÍ til að auka enn starfsemi sína og brydda á fleiri nýjungum. Hann kvað hlutverk UMFI ekki minna í dag en þegar það var stofnað árið 1907. Þá tók til máls Hermann Guðmundsson framkvæmda- stjóri ÍSÍ. Fjallaði hann einkum um hlut- verk ungmennafélaga í íþróttastarfi ungs fólks. TiIIögur og kvöldvaka. Stjórnin lagði fjölmargar tillögur fjöl- ritaðar fyrir jringið og voru jrær reifaðar af framkvæmdastjóra og stjórnarmönn- um. Eftir það var fundi frestað til næsta dags, en þingfulltrúar snæddu kvöldverð í boði Sölufélags Austur-Húnvetninga. Um kvöldið var svo kvöldvaka með efni, er þingfulltrúar sáu um. Varð það hálfrar þriðju klukkustundar dagskrá með blönduðu efni af ýmsu tagi, og virtust allir skemmta sér vel. Að kvöldvökunni lokinni var boðið til kaffidrykkju á veg- um skólanefndar Húnavallaskóla. Form. skólanefndarinnar, Torfi Jónsson, flutti ávarp við þetta tækifæri og lýsti bygg- ingu skólans og starfsemi hans. Að lok- um var sýnd kvikmynd, sem tekin var í Danmerkurferð UMFÍ í sumar og á 14. landsmótinu á Sauðárkróki. Sunnudagur Morguninn eftir var vaknað snemma, ]rví kl. 7.30 hófst sundkeppni í sundlaug skólans. Kepptu þar tvær 10 manna sveit- ir- í annarri sveitinni voru Sunnlendingar og Borgfirðingar. I hinni voru Vest- og Norðlendingar. Sigruðu hinir síðar- nefndu. Þar sem aðeins voru til 4 sund- skýlur tiltækar var keppnin með nokkuð sérstæðum hætti eða þannig, að kepp- endur hlupu jafnskjótt og þeir höfðu lok- ið sundinu niður í búningsklefana, þar Húnavallaskóli er nýtt og glæsilcgt mcnnta- setur. ó SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.