Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 11
og kennslubækur fyrir börn og ungl- inga. b) að halda námskeið fyrir starfandi kennara, svo sem gert er í öðmm námsgreinum. c) að setja inn í námsskrá kennaraskól- anna námsefni um félagsmál. Greinargerð: I gildandi námsskrá segir svo: „Þeir (nemendur) eiga að geta lesið upphátt bundið mál og óbundið eftir efni með eðlilegum framburði. Þeir eiga að geta sagt munnlega og skriflega frá því, sem þeir hafa lesið og á sama hátt gert grein fyrir hugsunum sínum og skoðunum.“ Ennfremur segir: „Munnlegar æfingar sem hefjast með talæfingum í neðstu bekkjum barnaskólans eiga smám saman að stuðla að því, að nemendur kunni að gera grein fyrir hugsunum sínum i á- heyrn annarra svo að við lok skyldu- náms séu þeir færir um að standa frammi fvrir skólafélögum sínum og kennurum og tala eðlilega og feimnislaust," og „frá fyrstu skólaárum má láta nemendur fást við að búa lesefni í samtalsform — leik- rit.“ Ennfremur: „Nemendur séu hvattir til að iðka kórsöng,“ og að lokum, „kenna skal söngdansa, vikivaka, þjóðdansa og algengustu dansspor." Eins og fram kemur í fyrrgreindum köflum gefur námsskráin fullt tilefni til að málfundir séu teknir inn í fræðsluna. Þeir gefa æfingu í stjórnun, fundafsköp- um, framsögn og upplestri. Einnig kemur fram að æskilegt sé að nemendur tjái sig í leikformi, sem leiðir til að æfa eigi og setja á svið smá leik- þætti og samtöl, sem lengjast og verða viðameiri eftir því sem þjálfun eykst. Þá er rætt um nauðsyn þess að glæða söng- mennt nemenda og t. d. minnst á kór- söng og kenna skal dans. Allir þessir þættir gefa tilefni til að þeir séu settir í fast form, til þeirra séu ætlaðar stundir innan móðurmáls-, íþrótta- og tónlistar- kennslunnar. Benda má á til athugunar: 1. Tvær kennslustundir í mánuði ætti að nota til málfunda, þar sem tekin eru fyrir ákveðin verkefni til umræðna. 2. Tvær kennslustundir í mánuði mætti nota til upplestra, framsagnar og sam- tala. 3. Tvær kennslustundir í mánuði þyrfti að nota til flutnings á leikþáttum, söng og leikjum í kvöldvökuformi. 4. Tvær stundir í mánuði þyrfti svo að nota til danskennslu. Nauðsynlegt er að allur þessi tími sé látinn falla inn í núverandi stundarskrá svo það sé ljóst nemendum, að þetta er skylda og að hægt sé að krefjast vinnu við undirbúning allra þessara þátta. Til þess að þetta virki sem tilbreyting fyrir nemendur og geri þá vandvirkari og á- bvrgari er nauðsynlegt að fella saman tvo eða fleiri bekki eftir stærð skóla þegar þessar stundir eru framkvæmdar. Lokaorð: Undanfarin tvö ár hefur núverandi stjórn U.M.F.Í. lagt á það sérstaka á- herzlu að sækja ársþing og fundi héraðs- sambanda og ungmennafélaga um land allt. A jíessum fundum hefur það komið áþreifanlega fram, hve þýðingarmikið mál er hér á ferðinni. Félagsleg upp- fræðsla í landinu, sem er einn veigamesti þáttur uppeldisins, er algjörlega í mol- um og án nokkurrar skipulagningar. Er ekki úr vegi að álvkta að ýmis alvarleg SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.