Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 18
í sigruðu þær í 4 og urðu no. 2 í hinum fimm, og það munar um minna. Ungmennafélögin fagna nú í fyrsta sinn sigri í þessari keppni, og verður það þeim vonandi hvatning til að halda áfram á sömu braut, leggja alúð við unglinga- starfið og breiddina í liðum sínum, góð- an liðsanda og keppnisgleði. Það er at- hyglisvert að í sigurliði UMSK var engin stórstjama sem hélt liðinu uppi, og þeir sigruðu aðeins í einni karlagrein, þrí- stökkinu, en margir urðu framar en búist var við t. d. Karl í langstökkinu og Böðv- ar í 400 m og allir gerðu sitt ítrasta. I hinum ungmennafélagsliðunum bar mest á mönnum eins og Jóni H. Sgurðs- syni, Sigurði Jónssyni og boðhlaupssveit- inni hjá HSK og svo Guðmundi Jóhanns- syni og Sigurjrór Hjörleifssyni hjá HSH sem allir unnu góð afrek í þessari keppni. En hvers vegna sigraði lið UMSK hin sterku og fjölmennu Reykjavíkurfélög í þessari keppni? Mig langar til að vitna í ummæli Steinars Lúðvíkssonar í Morgun- blaðinu sem svar við þessari spumingu en hann segir svo: „Árangur UMSK-fólksins er mjög at- hyglisverður, og hefur orðið ánægjuleg þróun í frjálsum íþróttum hjá samband- inu á undanförnum árum. Er jrað örugg- lega ekki hvað sízt að þakka hversu sam- stilltur hópur frjálsíþróttafólks sambands- ins er og félagsandinn virðist þar til mik- illar fyrirmyndar. Áberandi var að íþróttafólk UMSK tók lang mestan jrátt í baráttu hvers annars og örvaði hvað annað mest. Þetta atriði getur riðið baggamuninn í svo jafnri keppni sem þessari og er ekki ólíklegt að svo hafi verið að þessu sinni.“ S.G. 18 En hér koma úrslitin: Fyrri dagur, kvennagreinar: 100 m hlaup: 1. Sigrún Sveinsdóttir Á 13.0 2. Jensey Sigurðardóttir UMSK 13.2 3. Þuríður Jónsdóttir HSK 13.4 4. Lilja Guðmundsdóttir ÍR 13.8 5. Anna Kristjánsdóttir KR 13.8 6. Ingibjörg Benediksdóttir HSH 14.5 Spjótkast: 1. Arndís Björnsdóttir UMSK 34.96 2. Sif Haraldsdóttir HSH 34.68 3. Hólmfríður Björnsdóttir ÍR 30.35 4. Þuríður Jónsdóttir HSK 25.02 5. Emelía Sigurðardóttir KR 21.90 6. Sigurborg Guðmundsdóttir Á 19.27 Kúluvarp: 1. Kristín Bjargmundsdóttir HSH 9.50 2. Gunnþórunn Gestsdóttir UMSK 9.17 3. Sigríður Skúladóttir HSK 8.90 4. Kristjana Guðmundsdóttir ÍR 8.61 5. Sigurborg Guðmundsdóttir Á 7.70 6. Emelía Sigurðardóttir KR 7.42 Hástökk: 1. Lára Sveinsdóttir Á 1.53 2. Kristín Björnsdóttir UMSK 1.45 3. Ingunn Vilhjálmsdóttir ÍR 1.40 4. Sigríður Jónsdóttir HSK 1.35 5. María Guðnadótir HSH 1.30 6. Svandís Sigurðardóttir KR 1.30 4x100 m boðhlaup: 1. sveit UMSK ..................... 52.1 2. sveit Ármanns ................. 53.0 3. sveit HSK ..................... 54.1 4. sveit ÍR ...................... 55.7 5. sveit HSH ..................... 56.9 6. sveit KR....................... 57.8 Karlagreinar: 200 m hlaup: 1. Bjarni Stefánsson KR 22.1 2. Valbjörn Þorláksson Á 23.1 5KINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.