Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 16
aldursflokka, en aldursflokkamir ættu þó að mynda sérstaka hópa og hafa eigin leiðbeinendur, sem þekkja þjálfunar á- stand þeirra og getu. Fyrir þá yngstu verða leik- og keppnisatriði að vera með. í skipulagningu þjálfunarinnar verður að koma jafnri stígandi í erfiði æfing- anna. Líffærin laga sig eftir nokkrar æf- ingar eftir því erfiði, sem æfingin býður upp á. Ef erfiði æfinganna eykst ekki, ef harkan verður ekki meiri og meiri, eykst ekki afreksgeta þess, sem æfir. Það er því mjög nauðsynlegt, að þjálfunin sé skipu- lögð þannig, að hvert tímabil sé hlut- fallslega létt í byrjun en þyngist síðan, að tímabilin verði erfiðari eftir því, sem þeim fjölgar, en það fer eftir fjölda æf- ingadaganna í viku hverri, skipulagningu æfingarinnar og erfiði hennar. Þetta táknar, að íþróttafólkið verður að æfa eftir fyrirfram byggðu kerfi, og það verður að skrásetja nákvæmar athuga- semdir yfir þær æfingar, sem það fram- kvæmir. Ef það gerir það ekki er hætta á því, að sömu mistökin séu endurtekin ár eftir ár. Æfingadagbók þarf ekki að vera annað en venjuleg stílabók, þar sem in eru færð atriði varðandi æfingarnar, magn, tegund og æfingahörku, hvíldir, veður- og vindlýsingu, heilsu eða líðan íþróttamanns, púls og þyngd. Listi um keppnisárangur og æfingaárangur gefur til kynna hvemig undanfarandi æfingar hafa verkað á einstaklinginn. Iþróttafólkið verður að setja sér raun- hæf markmið fyrir þroska sinn. Þetta á jafnt við um það ár, sem framundan er og lengra fram í tímann. Þetta táknar að upp em sett ákveðin takmörk til að keppa að. Hafi æfingin verið rétt skipu- lögð táknar það að æfingar næsta árs geta hafist á hærra plani en áður. SKIPULAGNING ÆFINGARINNAR 1. íþróttafólkinu skal skipt í hópa. Samsetning hópanna fer eftir því hve margir stunda æfingarnar. Þessi skipting er algeng: Spretthlauparar, grindahlaup- arar, aðrir hlauparar, kastarar og stökkv- arar. 2. Fyrir þessa hópa þarf að leggjaj verkefni. Þjálfarinn velur eitthvert æf- ingaatriði, sem hæfir því íþróttafólki, sem í hópnum er hverju sinni. Þessum æfing- um fer hópurinn þó ekki að byrja á fyrr en að lokinni góðri upphitun. 3. Kennslan: Eftir stutta lýsingu þjálf- arans á þeim atriðum, sem fyrir hópinn eru lögð, vinnur hópurinn að mestu leyti sjálfstætt. Þjálfarinn á ekki að reyna að kenna þannig erfið tækniatriði eða fín- pússa stíl íþróttamannsins, heldur skal hann gefa þeim nokkrar nytsamar upp- lýsingar með verkefninu, sem gæti t. d. verið atrennuhlaup langstökksins, upp- stökk hástökkvarans eða slíkt. Þeim, sem betri eru í hópnum og lengra komnir má > t. d. gefa sérstök verkefni innan hópsins, eins og það, að leiðrétta félaga sína og hjálpa þeim á leið. Slíkt er oftast ágæt æfing fyrir viðkomandi íþróttamann og hjálpar honum að skilja sína eigin íþrótt. Þjálfarinn gengur á milli hópanna og leiðréttir og bætir við verkefnin, þannig að stíll og tækni greinarinnar er unninn upp stig af stigi. Öðru hverju eru allir hóparnir kallaðir til sameiginlegra æf- inga, sem eru nytsamlegar öllum hópun- um, svo sem viðbragðsæfinga, boðhlaujrs- skiptinga og grindahlaups. 4. Gefið ráð um hvernig byggja skuli upp æfinguna. Á meðan á æfingunni stendur er skotið inn hvíldum á heppileg- um stöðum. Þessar hvíldir, sem ekki Framhald á bls. 21. 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.