Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 3
SKINFAXI Timarit Ungmennafélags íslands — LXII. árgangur — 6. hefti 1971 — Ritstjórl Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju. I-Ml im, |—. ■—i ----------- FÉLAGSMÁLAFRÆÐSLA Stundum, þegar við, sem störfum að félags- málum ungmennafélaganna í landinu, leyfum okkur að staldra við og hugleiða hvar við stöndum, hvernig gengið hafi .hingað til og hvernig horfi fram á við, finnst okkur eins og við stöndum í stað. Við rekum okkur stöð- ugt á það geigvænlega vandamál, að -fslags- legt uppeldi í londinu er svo vanrækt í fé- lögum og skólum, að í verulegt óefni er komið. Hér verður að spyrna við fótum og gera róttækar breytingar á. Varðandi skólana, þá þarf að halda nám- skeið í félagsmálafræðslu fyrir starfandi kenn- ara, koma inn á námsskrá kennaraskólanna fræöslu um félagsmál og gefa út handbækur fyrir kennara og námsbækur ásamt vinnubók- um fyrir hin ýmsu stig skólakerfisins. Rátt er að undirstrika það, að fjöjmargir Þættir félagsmálafræðslu eru skyldunám í skól- um samkvæmt námsskrá svo sem framsögn, leiklist, söngur og dans, og klúbbstarfi, kvöld- vökum og samkomuhaldi þarf að koma inn sem föstum lið í skólastarfið. En skólarnir eru þess alls vanmegnugir að framkvæma þetta starf vegna fjárskorts, þekk- ingarskorts kennara og vöntunar á handbókum og kennslubókum. Ungmennafélögin í landinu standa frammi fyrir þeim vanda að taka við unglingunum frá skólunum og gera þá að nýtum félögum. Þau hafa rekið sig á að hér er erfitt verk að vinna, þar sem undirstöðufræðsla er mjög af skorn- um skammti og staðbundin. Það var einmitt vegna þessara erfiðleika að stjórn UMFÍ beitti sér fyrir stofnun Félags- málaskóla UMFÍ, en hann hefur nú starfað í tvö ár. Nú nýverið hefur stjórnin tekið mál skólans mjög rækilega til meðferðar með það fyrir augum að hann nái að virka til allra ungmennafélga í landinu og þá sem miklu hnitmiðaðri og víðtækari fræðslustofnun um félagsmál en hingað til. Mjög gott samstarf hefur verið við æskulýðsfulltrúa ríkisins um þetta mál. Það er stefna stjórnar UMFÍ að skólinn, með þessu nýja námsefni, geti tekið að sér nám- skeið víðs vegar um landið og með þvi hlúð að og aukið félagsstarf, aukið fjölda félags- leiðtoga og komið þannig til mós við hina brýnu þörf, sem íslenzku þjóðinni er á að þessu máli verði vel fylgt eftir. Ég leyfi mér að skora á alla ungmennafé- laga í landinu að standa saman um vöxt og viðgang skólans, styðja hann og styrkja á allan hátt, sækja hann eða senda aðra á nám- skeið hans svo að sjá megi að ungmennafé- lagar standi við kjörorð sín — ræktun lýðs og lands — íslandi allt. Sig. R. Guðm. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.