Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 17
UMSK sigraði í BIKARKEPPNI FRÍ Bikarkeppni FRÍ fór fram á Laugar- dalsvellinum dagana 28.—29. ágúst og var að vanda geysispennandi. Þessi keppni var sú sjötta í röðinni og hafði KR sigrað frá upphafi, en nú leit út fyrir að keppnin yrði tvísýnni en nokkru sinni fyrr og gengu spádómar á ýmsa vegu. Arangur og framfarir UMSK-fólksins settu strik í reikninginn jrótt sigur Reykjavíkurfélaganna hafi jafnan verið talinn öruggur fram að jressu. Bikar- keppnina má telja nokkurs konar fvrstu- deild frjálsíþróttafólksins og hafa jafnan verið í henni Reykjavíkurfélögin þrjú Ármann KR og ÍR og jrrjú utanbæjar- sambönd, en það voru að jressu sinni jrau þrjú héraðssambönd sem flest stig hlutu á Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki, UMSK, HSK og HSH. Til marks um það hvað keppnin var tvísýn má geta þess að fimm lið af sex voru talin hafa möguleika á því að sigra, en UMSK, ÍR og Ármann þó mesta. Eftir fyrstu grein mótsins hafði KR forystu, en jrar með var forystu þess líka lokið, liðið var ekki það sem jrað liafði áður verið, unglinga- og upjrbyggingar- starfið hafði verið vanrækt og endurnýj- unin ])ví ekki sem skyldi. Eftir jirjár greinar voru ÍR og Ármann komin í efstu sætin með 18 stig KR hafði 17 og UMSK 16. Að loknum fvrri deginum hafði svo UMSK tekið forystuna með 62.5 stig, ÍR hafði 58, Ármann 57, KR 48.5 og HSK og HSH 33 stig. Síðari daginn hélt UMSK svo foryst- unni allan tímann þó aldrei meir en svo að engu mátti muna t. d. hafði UMSK 4 stiga forskot yfir ÍR jregar 1000 m boð- hlaupið hófst og gat það því ráðið úr- slitum ef ÍR sigraði í hlaupinu, en UMSK vrði í síðasta sæti, þá hefðu liðin skilið jöfn, þar sem boðhlaupssvet eins liðsins forfallaðist. Baráttan í boðhlaupinu var líka tákn- ræn fyrir baráttu þessara tveggja liða, Elías Sveinsson sem hljóp fvrir ÍR fékk keflið vel á undan Trausta Sveinbjöms- syni og hljóp mjjög vel, en jrað gerði Trausti einnig, þannig vann hann jafnt og j)étt, hægt og bítandi upp forskotið og jregar á beinu brautina kom voru jreir hlið við hlið en jrá var úthald Elíasar á jrrotum og Trausti kom vel á undan í mark við gífurleg fagnaðarlæti félaga sinna. Lokastigatala keppninnar varð jrví sú að UMSK sigraði með 118 stigum, ÍR hlaut 113 stig, Ármann 105 stig, KR 76.5 stig, HSK 71 stig og HSH 57.5 stig. Ekki verður hjá því komizt þegar minnst er á sigur UMSK í jressari keppni að geta sérstaklega um frammistöðu stúlknanna. Af 9 greinum sem keppt var SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.