Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 23
Frá héraðsþingi Ungmennasambands Norður- Þingeyinga. Brynjar Halldórsson formaður UNÞ flytur skýrslu stjórnarinnar. þess að vænta að USD verði mikill styrk- ur. Nefnist það nú Ungmennasamband Norður-Breiðfirðinga og Dalamanna. Nýr sambandsaðili bættist í hópinn á þessu tímabili var það Umf. Bolungar- víkur, en Umf. Öræfa sem hafði beina aðild að UMFÍ hefur nú gengið í USÚ. Dagana 10.—14. sept. 70 fóru þrír stjórnaimenn UMFI ásamt framkvæmda- stjóra samtakanna um félagssvæði fimm héraðssambanda, USD, UNB, UÍVB, HVÍ og HSS til að kynna sér félagslega stöðu þessara sambanda og hvetja þau til dáða. Þá hefur stjórnin sent öllum ungmennafélögum innan UMFÍ frétta- bréf tvisvar á ári auk þess sem útbreiðsla Skinfaxa hefur aukizt verulega á síðustu tveim árum. Námskeið Félagsmálaskóla UMFÍ þjóna einnig verulegu hlutverki í útberiðslu og fræðslustarfsemi samtak- anna. Þá hefur verið reynt að kynna fjöl- miðlum það helzta sem verið hefur á döfinni hverju sinni. Stjómin hefur þó lagt á það höfuðáherzlu, að skapa pers- ónuleg kvnni og tengsl við sem flesta forystumenn og ungmennafélaga í starfi fyrir samtökin víðsvegar um landið. FYRSTU STARFSMERKIN VEITT Á kvöldvöku sambandsþingsins í haust voru „starfsmerki UMFÍ“ veitt í fyrsta sinn. Formaður UMFÍ tilkynnti, að stjórnin hefði ákveðið að veita nú nokkr- um ungmennafélögum starfsmerki sam- kvæmt reglugerð UMFÍ um heiðursvið- urkenningar, sem samþykkt var á sam- bandsþinginu á Laugum 1969. Starfs- merkin eru veitt fyrir frábært átak eða afrek í félagsstörfum, skipulagsstörfum, framkvæmdastjórn eða á íþróttasviðinu- Til grundvallar þarf ekki að liggja langt, samfellt starf. 11 ungmennafélagar voru sæmdir starfsmerkinu að þessu sinni. Eru þeir allir þekktir fyrir frábæran dugnað og árangursríkt starf að málefnum ung- mennafélaganna. Nöfn þeirra fara hér á eftir: Jón Stefánsson, UMSE; Guðmundur Snorrason, UMFN; Óskar Ágústsson, HSÞ; Lóa Jónsdóttir, HSK; Þóroddur Jóhannsson, UMSE; Kristófer Þorgeirsson, UMSB; Stefán Kristjánsson, HSÞ; Stefán Jasonarson, HSK; Gestur Guðmundsson, UMSK; Stefán Pedersen, UMSS; Kristján Ingólfsson, UÍA. Þau Lóa Jónsdóttir, Stefán Jasonarson, Stefán Pedersen, Óskar Ágústsson og Þóroddur Jóhannsson voru fulltrúar á jringinu og afhenti formaður þeim merk- in og fór nokkrum orðurn um störf þeirra. Tilkynnti hann síðan, að þeim sem ekki voru viðstaddir en liöfðu hlotið starfs- merkið, yrði afhent það síðar við hentugt tækifæri. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.