Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 7
sem félagar þeirra fóru í þær og hlupu síðan til laugarinnar og syntu. Kl. 9 hófust nefndarstörf og störfuðu nefndir til hádegis, en þá bauð UMFÍ til hádegisverðar. KI. 13 var þingfundi fram haldið og nefndaálit tekin til umræðu. Alyktanir, sem samþvkktar voru á þing- inu, eru fjölmargar, og er þeirra helztu getið hér í blaðinu og í næsta blaði. M. a. lá fyrir þinginu til umræðna reglugerð vegna 15. landsmóts UMFÍ, sem háð verður 1974. Er hún nokkuð með öðru sniði en fyrri reglugerðir og gerir ráð fyrir verulegum breytingum að ýmýsu leyti. Þingfulltrúar óskuðu eftir betri tíma til að kynna sér reglugerðina. V'ar lögð fram og samþykkt tillaga um að næsta sambandsráðsfundi yrði falið fullt umboð til að ganga frá reglum um næsta landsmót UMFÍ. Guðjón Ingimundarson form. Ung- mennasambands Skagafjarðar kvaddi sér hljóðs og flutti þakkir sínar og annarra Skagfirðinga fyrir gott samstarf í sam- bandi við landsmótið á Sauðárkróki í sumar. Árnaði hann samtökunum heilla í framtíðinni. Viðurkenningar og kosningar- Hafsteinn Þorvaldsson skýrði frá tveimur veglegum verðlaunabikurum, sem þeir Niels Ibsen og Jón Þorsteinsson gáfu samtökunum, er þeir heimsóttu landsmótið í sumar. Lýsti hann veitingu bikaranna og var þessum viðurkenning- um mjög vel tekið af þingheimi. Jóns Þorsteinssonar-bikarinn skal veittur ein- staklingi fyrir frábær störf að ungmenna- félagsmálum. Bikarinn hlaut Brynjar Halldórsson formaður Ungmennasam- bands Norður-Þingeyinga fyrir frábær störf að unglingamálum þar nyrðra. Ib- Hin frækna boðsundssveit þingfulltrúa að norðan og vestan. Sitjandi frá vinstri: Arn- grímur Geirsson (HSÞ), Jón Ingvi Ingvars- son (USAH), Sigurður Sigmundsson (UMSE) og Sveinn Jónsson (UMSE). Standandi: Unn- ar Þór Böðvarsson (Hrafna-Flóki), Birgir Marinósson (UMSE), Matthías Ásgeirsson (UMSB), og Þóroddur Jóhannsson (UMSE), Óttar Geirsson (UMSB), Niels Á. Lund (UNÞ) og Jón Guðbjörnsson (UMSB). (Ljósm. Sig. Geirdal.) sens-bikarinn er afhentur sambandsaðila eða félagi fyrir verulegt átak og vaxandi störf í þágu íþróttastarfseminnar. Bikar- inn hlaut Ungmennasambandið Úlfljótur fyrir stóraukið starf við erfiðar aðstæður og fyrir prúðmannlega framgöngu íþróttafólksins úr Austur-Skaftafellssýslu. Þessu næst var gengið til kosninga. Sveinn Jónsson formaður kjörnefndar lýsti tillögum nefndarinnar. Voru þær svohljóðandi: Formaður: Hafsteinn Þorvaldsson. Meðstj.: Gunnar Sveinsson, Sigurð- ur Guðmundsson, Guðjón Ingimundarson og Valdi- mar Óskarsson. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.