Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.12.1971, Blaðsíða 13
ÞORSTEINN EINARSSON SEXTUGUR Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi varð sextugur 23. nóvember s.l. Um leið og við sendum honum hamingjuóskir, birtum við þetta kvæði, sem ekki hefur áður birzt. Það er að vísu ort um hann fimm- tugan, en á ekki síður við afmælisbamið nú en þá. Þorsteinn Einarsson. ÞORSTEINN EINARSSON íþróttafulltrúi fimmtugur. Fimmtugur, frækinn, fimur, brattsækinn, stæltur, knár, sterkur, stórhuga, merkur. Snjall fetar fjöllin, fælast bergtröllin orku, svip, anda, afl styrkra handa. Þrótt kveikir, kynngi kappinn verkslyngi, sókn vekur sanna, sæmd hraustra manna. Dugmikill, dáður drengur, hollráður, traustur, ])jóð þarfur, þrekmenni, djarfur. Vökull í vanda, — vömm skal ei granda, — heill, tiginn, tryggur, tápmikill, dyggur. Æska ann landi, ax vex úr sandi. Þjóð vex til þrifa. Þorsteinn skal lifa. Skúli Þorsteinsson. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.