Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1971, Page 13

Skinfaxi - 01.12.1971, Page 13
ÞORSTEINN EINARSSON SEXTUGUR Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi varð sextugur 23. nóvember s.l. Um leið og við sendum honum hamingjuóskir, birtum við þetta kvæði, sem ekki hefur áður birzt. Það er að vísu ort um hann fimm- tugan, en á ekki síður við afmælisbamið nú en þá. Þorsteinn Einarsson. ÞORSTEINN EINARSSON íþróttafulltrúi fimmtugur. Fimmtugur, frækinn, fimur, brattsækinn, stæltur, knár, sterkur, stórhuga, merkur. Snjall fetar fjöllin, fælast bergtröllin orku, svip, anda, afl styrkra handa. Þrótt kveikir, kynngi kappinn verkslyngi, sókn vekur sanna, sæmd hraustra manna. Dugmikill, dáður drengur, hollráður, traustur, ])jóð þarfur, þrekmenni, djarfur. Vökull í vanda, — vömm skal ei granda, — heill, tiginn, tryggur, tápmikill, dyggur. Æska ann landi, ax vex úr sandi. Þjóð vex til þrifa. Þorsteinn skal lifa. Skúli Þorsteinsson. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.