Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1971, Page 12

Skinfaxi - 01.12.1971, Page 12
vandamál ungs fólks í dag séu til komin vegna vöntunar á félagslegu uppeldi. Stjóm U.M.F.Í. hefur undanfarna tvo vetur starfrækt Félagsmálaskóla sinn og hefur hann m. a. haldið námskeið í íjoróttakennaraskóla íslands, hjá mál- fundafélagi Kennaraskólans og fjölmörg- um félögum. Óskir liggja nú fyrir frá fjölmörgum skólum, að fá námsefni Félagsmálaskól- ans til afnota og verður ekkert joví til fyrirstöðu að undangengnu stuttu nám- skeiði fyrir kennara (2—3 kvöld miðað við vant fólk). Þess má geta að á sl. vetri hóf U.M.F.Í. fjölritun leikjjátta sem einkum eru ætlað- ir til nota á stuttum kvöldvökum, fund- um og við fleiri tækifæri, jafnt hjá skól- um sem félögum. í safninu eru nú 58 jiættir sem sendir eru áskrifendum, en þeir eru nú 41 skóli og 50 félög. Stjórn U.M.F.Í. vill heita á fræðslu- yfirvöld í landinu svo og alla skólamenn og samtök jæirra að vinna ötullega að framgangi Jiessa nauðsynjamáls. Telur stjórn U.M.F.Í. nauðsynlegt að skjótt sé brugðist við og unnið markvisst að undir- búningi og framkvæmd. Þá munum við uppskera jákvæðara ungt fólk og jirosk- aðri þegna. ERLEND SAMSKIPTI 27. sambandsþing UMFÍ hvetur stjórn UMFÍ að hafa forgöngu um aukin erlend samskipti ungmennafélaganna á félags- legum og íþróttalegum grundvelli og þá fyrst og fremst við hin Norðurlöndin. Stefnt skal að því, að þessi samskipti nái bæði til fullorðinna og unglinga. ÖFUND Dagblaðið Þjóðviljinn hefur séð ástæðu til að amast við viðurkenningu, sem UMFÍ veitti Morgunblaðinu fyrir góða fréttaþjónustu um ungmennafélögin og mikinn og itarlegan fréttaflutning um 14. landsmót UMFÍ. Þessi viðbrögð koma sannarlega á óvart, og satt að segja héldum við að blaðamenn væru menn til þess að gleðjast hver með öðrum þegar einhverjum aðila tækist vel til um hlutlausan fréttaflutning. Með hinni verðskulduðu viðurkenningu til Morgunblaðsins var auðvitað ekki verið að kasta neinni rýrð á eða vanþakka hlut annarra blaða, sem öll gerðu vel, sérstak- lega i sambandi við landsmótið. Nú er það ekkert einsdæmi, að viður- kenningar sem þessi séu veittar. T. d. er langt síðan sérsambönd ÍSÍ tóku að veita hliðstæðar viðurkenningar. Þjóðviljinn var einmitt fyrsta dagblaðið, sem hlaut viðuikenningu frá HSÍ fyrir góðan frétta- flutning af handknattleik, og enginn blaðamaður var þá svo smár að hann freistaðist til að auglýsa öfund sína. Við vonum bara að Eyjólfur hressist og að allir geti glaðst yfir góðum verkum, hver sem vinnur þau. 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.