Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1972, Page 3

Skinfaxi - 01.04.1972, Page 3
Timarit Ungmennafélags íslands — LXIII. árgangur — 2. hefti 1972 — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á árl hverju. Gegn nýrri plágu Hér á landi hafa að undanförnu auk- izt mjög umræður um vaxandi notkun fíkniefna og um skaðnautnir almennt. Fundir og ráðstefnur hafa fjallað um þessi efni, og það er athyglisvert að ungt fólk á ríkan þátt í þessum umræðum og hefur fjallað um málin af einlægni og feimnislaust. Hin svokölluðu eiturlyf eða ávana- og fíkniefni eru orðin stórt þjóðfélagsvanda- mál í mörgum löndum, og nú hefur þessi vágestur knúið dyra hérlendis. Það er mála sannast að flestar þjóðir hafa gefizt upp við að uppræta áfengis- neyslu, og fíkniefnavandamálið virðist orðið óviðráðanlegt í sumum löndum. Það er veik von en engin vissa að vegna legu lands okkar megi okkur fremur en öðrum þjóðum takast að búast til vam- ar gegn ólöglegum innflutningi og dreif- ingu fíkniefna. Allir þeir aðilar sem meta einhvers heilbrigði og menningarlegt uppeldi æskunnar, verða að taka hönd- um saman í slíkum varnaðaraðgerðum. Heilbrigðisstéttimar í landinu, kennarar á öllum skólastigum og ekki sízt öll æsku- lýðssamtök verða að berjast gegn út- breiðslu fíkniefna af alefli. Fræðslustarf- semi og áróður í þessu skyni má ekki spara, en æskulýðssamtökin verða að fá góðan stuðning yfirvalda til að geta í sem stærstum mæli beint æskufólki að heilbrigðum og þroskandi viðfangsefnum og skapað því ákjósanlegar aðstæður til tómstundastarfs. Samstarf, hreinskilni og ráðleggingar þeirra aðila sem um þetta vandamál fjalla, verður að samhæfa. Þótt nokkuð hafi verið unnið að rann- sóknum á útbreiðslu fíkniefna hér á landi, er flest enn óljóst og þarf að upp- lýsast betur. Sumir vara við orðræðum um þessa hluti, en það er hættulegt að loka augunum fyrir vandanum, og and- varaleysi getur valdið því að við verðum of sein til varnar. Ríkisstjórnin hefur góðu heilli ákveðið að freista þess að taka mál- ið föstum tökum og sett á laggirnar sam- starfsnefnd fjögurra ráðuneyta til að vinna í málinu. Einskis má láta ófreistað til að koma í veg fyrir að ungir íslend- ingar þurfi að verða fórnardýr þessarar aðflutttu plágu, sem nágrannaþjóðirnar hafa fengið bitra reynslu af. Góðir ungmennafélagar, tökum virk- an þátt í baráttunni gegn fíkniefnaneyzl- unni, sem er mesta mengun mannlegs samfélags. H. Þ. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.