Skinfaxi - 01.06.1972, Síða 20
Niðurröðun æfinga í tíma
Það er talinn vera góður vani að Ijúka
alltaf öllum lotum sömu æfingar áður en
tekið er til við næstu æfing:
Þó eru til undantekningar frá þessu og
er þeirra þá venjulega getið hverju sinni
við tilsögn æfinganna.
T. d. eru oft teknar æfingar fyrir arm-
ana strax á eftir djúpum hnebeyjum
þinnig, að eftir 1. lotu fótaæfinganna er
1. lota armæfinganna tekin strax, þá hvílt
og síðan er 2. lota æfinganna beggja
teknar í sömu röð.
Aukning þyngdar
Þegar hafnar eru reglulegar æfingar
með þyngdum, finnur sá, sem æfir, mjög
fljótt mun á sér og fær það á tilfinning-
una að kraftamir aukist með stökkbreyt-
ingum.
Starx eftir 1. vikuna er trúlegt að
þyngdimar, sem byrjað var með. fari að
verka svo, sem þær séu of léttar. Þegar
svo ber við, er einfaldast að þyngja ör-
lítið eða um 1-2 kg. hvert sinn fyrir arm-
æfingarnar en um 2-3 kg. á fóta- og bak-
æfingar.
Ekki skal þyngt um meira í einu, en
ef nauðsyn krefur, þá er hægt að auka
lítillega í hverjum æfingartíma, þannig
að aukningin verði alls urh 3-7 kg. vfir
vikuna (þrjár æfingar).
Þegar hámarksþunga æfingarinnar er
náð, kemst sá, sem æfir, óþvrmilega að
því, að ekki er hægt að auka þyngdimar
stöðugt vikulega. En af því skulu þó
engar áhyggjur hafðar, heldur æft á-
fram og síðan þvngt, þegar hægt verður.
Aldrei skal revnt að flýta þróuninni
eða fara fram úr henni.
Einbeitni þarf til að auka aðeins smátt
Lyftingaáhöld gcfa iþróttasölum aukiö gildi
fyrir iþróttafólk.
og smátt við þyngdirnar og miða aukn-
ingu þyngdanna við aukna krafta ein-
staklingsins.
Það skiptir eiginlega engu hve hægt
fer því sá, sem þannig æfir, mun samt
tvöfalda afl sitt á tólf mánuðum. (Þessi
fullyrðing er tekin úr ritum sænska lyft-
ingasambandsins og sögð þar vera skv.
rúsnesskum rannsóknum.)
Æfingatíminn
Reynt skal að Ijúka hverjum æfinga-
tíma þannig, að íþróttafólkinu finnist sem
það hefði getað örlítið meira. Aldrei skal
æft svo, að farið sé út úr íþróttasalnum
alveg örmagna.
Sá, sem æfir, verður að halda sér vel
heitum við æfingamar og milli þeirra.
Bezt er að æfa í sal með góðri lýsingu
og loftræstingu, en þar má engin drag-
súgur vera.
Bezt er að vera í æfingagalla eða létt-
um buxum úr ullarkendu efni og í peysu
svo góð útgufun líkamans sé tryggð.
Upphitun er jafn nauðsynleg í upphafi
lyftingatímans eins og í byrjun sérhvers
æfingartíma. Ekki er ráðlegt að byrja
20
SKINFAXI