Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1972, Page 22

Skinfaxi - 01.06.1972, Page 22
Iyft upp á bringu eins og að framan er lýst. Síðan eru hnén beygð lítillega, þau rétt snögglega og kröftulega jafnframt því sem þyngdinni er ýtt upp á armana. Þegar svo tækin eru komin upp fvrir höfuðið er það beygt áfram og þyngdin látin síga niður á axlirnar, um leið og gefið er eftir í hnjám. Síðar, þegar farið er að nota mun þyngri tæki, koma sérstakar uppistöður að miklum og góðum notum. A þessum uppistöðum er stöngin látin liggja og þar er viðbótarþyngdum bætt á eftir þörf- um. Hæð uppistaðanna frá gólfi er bezt þegar hún er því sem næst í axlarhæð. Þegar rétt þyngd er á stönginni og lyftarinn er tilbúinn gengur hann undir stöngina, grípur um hana með axlimar við stöngina og réttir síðan vel úr sér og tekur þyngdina þannig af uppistöð- unni. Síðan eru gengin nokkur skref frá og æfingin framkvæmd. Þegar þessi háttur er hafður á, um hleðslu tækjanna, er hægt að gera æf- ingar með talsvert meiri þunga á herð- um, en ef taka ætti þyngdina upp frá gólfi og leggja hana á herðarnar. Einkan- lega á þetta við, þegar æft er án aðstoð- armanns. Sérhver æfing skal framkvæmd á hæfi- legum hraða, og hreyfingahraðinn hefð- ur sem jafnastur og helzt án rykkja. Öll hreyfing vöðvans skal tekin út í æfingunni. Æfingaskrá Færið inn alla æfingatíma ykkar í sér- staka æfingadagbók. Þar skal fært inn dagsetning, hvaða æfingar voru teknar fyrir, fjöldi lota og endurtekninga og hvaða þyngdir notaðar eru í hverri lotu. Gott er að athuga æfingarnar öðru hvom og bera þær saman við árangurinn í í- þróttinni og breyta æfingunum eða lag- færa eftir því sem nauðsyn krefur. Ondunin Andið frjálslega við æfingamar. Venjulega er andað að sér í fyrri hluta hreyfingarinnar en frá sér í síðari hluta hennar. En, ef vinna vöðvanna, sam- dráttur þeirra, virðist ekki fara vel við innöndunina, þá er einfaldast að snúa öndunartækninni við, þannig að út sé andað við fyrri hluta en inn við síðari hluta hreyfingarinnar. Aðal atriðið er þó það, að forðast að halda niðri í sér andanum meðan æfing- in er framkvæmd. Aðvömn Gætið þessa framar öllu: Flýtið aldrei svo mikið neinni hreyf- ingu og/eða notið aldrei það mikinn þunga við æfinguna, að hætta geti skap- ast þess vegna á að vöðvar stlitni eða ofreynist. Framkvæmið æfinguna á réttan hátt og aukið alltaf þyngdirnar hægt — lítið í einu. Og er hægt er þá hefjið lyftingaæfing- ar vkkar undir tilsögn kennara! 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.