Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1972, Síða 24

Skinfaxi - 01.06.1972, Síða 24
Efnilegir unglingar Og svona lítur þorpið út, þegar það' er í smlð- um i fallegum hraunhvammi við Mývatn. unnu Skotarnir leikinn með 11:2, en Mý- vetningar sýndu líka tennurnar og skor- uðu tvö af þeim mörkum sem Skotarn- ir fengu á sig í leikjum hér á landi. Aðspurður um æfingaaðstöðu sagði Jón að hún væri ófullkomin. Æft er á túni, en búið er að undirbyggja íþrótta- völl á staðnum. Aðstaða til skíðaiðkana er góð, en eitt stærsta baráttumál fé- lagsins er að koma upp sundlaug. Að- stöðu til félagsstarfs þarf líka að bæta á þessum stað, en félagsheimili Mývetn- inga er á Skútustöðum í 15 km fjar- lægð frá Reykjahlíð. Þessar fjarlægðir og byggðarþróunin í sveitinni er orðin þannig, að ég tel eðlilegt að hér starfi tvö félög, og ég vil trúa því að þetta nýja félag geti líka orðið til þess að ýta undir gamla félagið, þannig að þau megi bæði starfa sem bezt í friðsamlegri samvinnu og samkeppni, sagði Jón að lokum. Dagana 12. og 13. ágúst var haldið fjölmennt unglingamót HSÞ að Laugum. Keppt var í 38 greinum drengja, sveina, stúlkna og meyja. Margt efnilegt iþróttafólk kom þarna fram. í sveinaflokki vekur sérstaka at- hygli frammistaða Gunnars Bóassonar úr íþrf. Eilifi, en hann sigraði í 8 grein- um og var auk þess í sigursveitinni í boðhlaupi. Þá var hann í 2. eða 3. sæti í fjórum öðrum greinum. Árangur Gunn- ars: 100 m. 12,3, 800 m. 2.28,5, langstökk 5,09, stangarstökk 2,50, 1500 m. 5.27,3, 100 m. grindahlaup 16,5 og kúluvarp 10,80. Sólveig Jónsdóttir Umf. Mývetningi sigraði í fjórum greinum í meyjaflokki: spjótkast 27,03, 400 m. 67,4, 800 m. 2.55,6 og 100 m. grindahlaup 16,6 í drengjaflokki sigraði Jóhann Sig- urðsson Umf. Gaman og alvara í 6 greinum og náði athyglisverðum ár- angri: Langstökk 5,51, stangarstökk 3,00, kringlukast 34,63, hástökk 1,60, þrístökk 11,26 og kúluvarp 10,61. Það verður ekki annað séð en mikil gróska sé í frjálsum íþróttum hjá Þing- eyingum, og varla þurfa þeir að kvíða framtíðinni með þetta æskulið. íf. Eilíf- ur hlaut flest stig á mótinu 138, Umf. Efling hlaut 89, Umf. Mývetningur hlaut 87,5 stig, Umf. Bjarmi 31, Umf. Gaman og alvara 30, íf. Völsungur 21,5 og Umf. R.ejkhverfingur 4. 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.