Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1972, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.08.1972, Qupperneq 10
Þetta eru tvö liö barna í innanhússknatt- spyrnu, þar a£ þrjár stúlkur. Allar myndimar eru teknar á íþróttahátíö' á Höfn í fyrra, þar sem kynnt var íþróttastarfiö á staö'num. leið og við reynum auðvitað að efla frjálsar íþróttir áfram. Knattspyman býr raunar við erfiðar aðstæður hér. Við er- um í Austurlandsriðli í 3ju deild íslands- mótsins, og Austfjarðaliðin eru treg að ferðast hingað vegna vegalengdarinnar, en við viljum auðvitað hafa einhverja heimaleiki eins og aðrir. Körfuknattleik- ur hefur verið iðkaður í öllum aldurs- flokkum á Höfn nú á þriðja ár að vetrin- um og nýtur mikilla vinsælda. Nú er verið að taka körfuboltann á dagskrá í skólum á tveimur öðrum stöðum í hérað- inu, þ. e. hjá Umf. Mána í Nesjum og Umf. Öræfa. — Er félagslegur áhugi almennur á Höfn? — Hann er allgóður á veturna, en á sumrin er deyfð yfir félagsmálum og reyndar íþróttum líka. Þetta á sér aug- ljósa ástæðu sem erfitt er að ráða við. Strax og skóla lýkur á vorin fara ungl- ingarnir í fiskvinnu 10—12 stundir á dag. Það segir sig sjálft að þetta dregur úr frjálsu æskulýðsstarfi, en við erum samt bjartsýnir á að okkur takist að efla félags- líf og íþróttastarf nú eftir að aðstæður hafa byrjað að batna með hinni nýju samvinnu við sveitarfélagið. íþróttahús er ekkert hjá okkur ennþá, en það mvndi auðvitað gjörbreyta aðstöðunni. Stjórn Umf. Sindra og æskulýðsráð Hafnarhrepps skipa: Sigvaldi Ingimundarson fonnaður, Bragi Ársælsson ritari, Eiríkur Beck gjaldkeri, Kristján Hjartarson fonnaður íþrótta- nefndar og Gunnlaugur Þröstur Hösk- uldsson formaður skáknefndar. Afmælisrit UMSE í síðasta hefti Skinfaxa var getið um 50 ára afmæli Ungmennasambands Eyja- fjarðar, sem er á þessu ári. Nú er komið út veglegt afmælisrit UMSE, sem þeir Birgir Marinósson, Hörður Jóhannsson og Þóroddur Jóhannsson ritstýra. í ritinu er saga UMSE rakin og kveðju- ávörp frá mörgum aðilum, m. a. forseta íslands, dr. Kristjáni Eldjárn, sem er Ey- firðingur að ætt. Fjallað er um alla aðal- þætti í starfi sambandsins og sérlega fróðlegir viðtalsþættir eru við eldri og yngri ungmennafélaga úr héraðinu um starfið fyrr og nú innan UMSE. Fjölmargt annað efni er i ritinu, svo sem söguágrip sambandsfélaga, afrekaskrár o. m. fl. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.