Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1974, Síða 8

Skinfaxi - 01.02.1974, Síða 8
Viðfangsefni norrænnar ráðstefnu á vegum UMFÍ: Áhugi ungs fólks á land- búnaðarstörfum í síðasta blaði Skinfaxa var sagt frá Norrænni landbúnaðarráðstefnu sem þá var í undirbúningi. Nú er þessari ráð- stefnu lokið og þótti hún takast hið besta. Ráðstefnuna sóttu alls 32 erlendir gestir, þar af 15 frá Svíþjóð, 11 frá Dan- mörku og 6 frá Noregi. Að langmestu leyti voru þetta ungir bændur eða konur þeirra, en einnig voru þarna nokkrir af forystumönnum NSU. Auk erlendu gest- anna sóttu ráðstefnuna fimm ungir bænd- ur úr ungmennafélögum og nemendur framhaldsdeildar og kennarar frá Hvann- evri. Hinir erlendu gestir komu til lands- ins að kvöldi fimmtudagsins 28. febrúar og var það einum degi fyrr en ráð hafði verið gert fyrir og notuðu þeir síðan fyrri- hluta föstudags til þess að skoða sig um i Reykjavík, en síðan var haldið að Leirárskóla síðari hluta dagsins. Ráðstefnan var þó ekki formlega sett fyrr en næsta dag, en föstudagskvöldið var notað til að kynna ráðstefnugesti inn- byrðis, sýna þeim skólann o.s.frv. A laugardaginn var ráðstefnan síðan formlega sett og gengið til dagskrár. Fyrsta dagskrárefnið var stutt erindi frá hverju þátttökulandanna um efnið Hvað gerir landbúnaðarstörf eftirsóknarverð í augum ungs fólks? Framsögumaður af íslands hálfu var Haukur Halldórsson frá Sveinbjarnargerði. Eftir framsöguer- indin var ráðstefnunni skipt niður í um- ræðuhópa um efnið og drógu þeir saman jiað sem þeim fannst vera markverðast í framsöguerindunum og í umræðum um efnið. A laugardagseftirmiðdag flutti Agnar Else Winter Andersen frá Danmörku. 8 SKiNFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.