Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1974, Page 13

Skinfaxi - 01.08.1974, Page 13
Það er þroskandi að dansa Anna Björnsdóttir Dagana 25.—28. ágúst efndi U.M.F.Í., til leiðbeinendanámslceiðs í þjóðdönsum. Var námskeiðið haldið að Leirárskóla í Borgarfirði. Þar mættu til leiks nokkrir ungmennafélagar víðsvegar að af land- inu. Tveir úrvalskennarar frá Þjóðdansa- félagi Reykjavíkur kenndu á námskeið- inu, þær Sigríður Valgreirsdóttir og Heíga Þórarinsdóttir. Námskeið þetta var aðallega haldið vegna þjóðdansasýningar, sem efnt verð- ur til á Landsmóti U.M.F.Í. á Akranesi næsta sumar. Hlutverk okkar, sem nám- skeiðið sóttum, er að æfa upp danshópa í heimabvggðum okkar og síðan taka þessir hópar væntanlega þátt í þjóðdansa- sýningunni á Landsmótinu. Námskeiðið var mjög fjölþætt, en aðal- áherslan lögð á undirbúning fyrrnefndr- ar sýningar. Fvrsti dagurinn bvrjaði með kennslu í undirstöðuatriðum í gömlu dönsunum og jafnframt vora kenndir hinir ýmsu dansar s. s. polki, vals o. s. frv. Að því loknu bvrjaði kennsla í dönsum og tilhögun þjóðdansasýningarinnar. Var því haldið áfram, það sem eftir var dags- ins og veitti ekki af, því að margt þarf að læra og leggja á minnið í sambandi við svona sýningu, ekki sízt, ef maður þarf einnig að miðla öðrum af þekkingu sinni. Um kvöldið kynntu Helga og Sig- ríður okkur íslenzka búninginn, bæði eldri og vngri gerðir hans og var það bæði fróðlegt og skemmtilegt. Annar dagurinn byrjaði með upprifj- un á því, sem við höfðum lært daginn áður. Því næst hófst kennsla í vikivök- um (eftir Sigríði Valgreirsdóttur), en þeir verða stór þáttur sýningarinnar á Lands- mótinu. Hafði ég sérstaklega gaman af að læra þessa dansa. Einnig fórum við vfir sýninguna í heild. Seinna um dag- inn voru okkur kenndir ýmsir bamadans- ar og síðan fengum við haldgóðar leið- beiningar um tilhögun á kennslu í dansi. Þá gafst okkur einnig tækifæri til að spreyta okkur á danskennslu. Kenndum við hvert öðra og svo börnum, sem stödd voru í sumarbúðum á Leirárskóla. Æf- ingarkennsla fór fram bæði annan og þriðja dag námskeiðsins. Þriðja daginn var okkur fyrst kennt að lesa og læra dans eftir bókum, en það getur revnzt leikmanni fullerfitt. Fórum SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.