Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1974, Qupperneq 19

Skinfaxi - 01.08.1974, Qupperneq 19
tók til starfa, eins og námskeið á vegum Búnaðarfélags Borgarfjarðar og Bænda- skólans á Hvanneyri um búfræði, trimm karla og kvenna, íþróttaæfingar, dans- kennsla, leikstarfsemi o. fl., þá beitti nefndin sér að þessu sinni fyrir námskeiði í bókfærslu og félagsmálafræðslu. Rétt er að undirstrika það, að hér fer að sjálfsögðu fram mikil og góð fræðslu- starfsemi, en ekki síður metum við mikils |rá kynningu og félagslegu uppbyggingu sem fylgir í kjölfar allrar þessarar starf- semi. Trimmkonur og trimmkarlar hittast í kvöld, sýna hvort öðru leikfimi, keppa í blaki og skvetta úr sér í sundlauginni á eftir. Allir þátttakendur hafa boðið með sér gesti til að horfa á og kynna þannig starfsemina og að loknu sundi er öllum boðið til veislu og ríkir þar virkileg kátína. Nemendur á félagsmálanámskeiði hafa ekki getað stöðvað sig og halda nú fundi um ýmis stórmál samfélagsins og með- limir í leikstarfinu lialda hópinn, fara gjarnan saman að sjá aðra leika og hyggj- asc halda áfram næsta haust. Ágætu ungmennafélagar. Ég ræði þessi mál hér í málgagni okkar vegna þess að mér finnst tími til kominn að einhverjir sinni almennri fræðslustarfsemi í dreif- býlinu. Til hverra á að leita frekar en einmitt ungmennafélaganna. Ungmenna- félögin hafa í svo mörgu riðið á vaðið og framkvæmt stórvirki, og hér álít ég að ástæðu fvrir þau að takast á við virkileg áhugavekjandi verkefni, þ. e. að hafa forustu um fræðslustarf fyrir fullorðna í dreifbýlinu. Sigurður R. Guðmundsson. Leirárskóla 4/4 1974. Forkeppni í knattleikjum 15. landsmóts UMFÍ í Handknattleik voru skráð 10 lið og var þeim skipt í þrjá riðla þannig: 1. riðill — UMSS — UMSE — HSÞ — UÍA 2. riðill UMFN — UMFK — HSK 3. riðill — UMSK — HSH — HVÍ Flestum leikjum er lokið en þar sem ekki hafa borist skýrslur yfir þá alla bíð- um við einnig með að birta tölur um handknattleikina til næsta blaðs f Knattspyrnunni var liðunum skipt í þrjá riðla samkvæmt reglugerð lands- mótsins og var riðlaskiptingin sem hér segir: 1. riðill UMFK, UMSK, UMFG og USVS 2. riðill UMSS, USAH, HSK, HSH, UMSB 3. riðill UÍA, HSÞ, UNÞ og UMSE Þegar þetta er skrifað liggja úrslit ekki fyrir í riðlunum og verðum við því að biða með fréttir af úrslitum leikja, til næsta blaðs. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.