Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1974, Side 3

Skinfaxi - 01.12.1974, Side 3
| SKINFAXI Tímarit Ungmennafélags íslands — LXV árgangur — 5.-6. hefti 1974 — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju. FÉLAGSMÁLAFRÆÐSLA í nútímaþjóðfélagi er meiri þörf en nokkru sinni fyrr að hver einstaklingur geti mótað hugsanir sínar í ræðu og riti. Eða hvað er hægt að gera nú án þess að tala við svo og svo marga á svo og svo mörgum skrifstofum og fylla þar út eyðublöð svo að tugum skiptir? Með vaxandi notum af fjölmiðlum í samskipt- um manna vex þörfin á því að hver og einn geti orðið þar virkur, svo það verði ekki einka- réttur örfárra að skrifa í blöð, koma fram í útvarpi eða sjónvarpi. Nú væri mál að spyrja. Hafa ekki ung- mennafélögin séð þörfina á þessari fræðslu og brugðist rétt við henni? Jú, en það verður þó að segjast eins og er, að þegar þjóðin losnaði úr fjötrum erlends valds og fátæktar gleymdi hún þeirri skyldu sinni að flytja reynslu og þekkingu sína í fé- lagsmálum til næstu kynslóðar. Það þótti ekki lengur fint eða nauðsynlegt að eyða tíma i að sitja á málfundaæfingum eða strita við að koma þvi á blað sem aðrir sögðu. Vaxandi skortur á forustumönum í félögunum kom lika i Ijós og síðar á hinum daglega vettvangi. t>etta er ekki sök þess æskufólks er var að vaxa upp heldur þeirra er töldust uppalendur. Svo var það fyrir um það bil fjórum árum að Ú.M.F.Í. hófst handa og reyndi að freista þess að gera hér átak til úrbóta. Hafist var handa SKINFAXI um samningu bréfa er áttu að mynda kennslu- handbók í félagsfræðslu, sem nefndur var Fé- lagsmálaskóli U.M.F.Í. Námskeiðum var kom- ið á fót til að mennta leiðbeinendur, sem svo áttu að starfa heima i félögunum. Síðar tókst mikil og góð samvinna við Æskulýðsráð ríkis- ins um þessi mál og hefur það kostað útgáfu endurskoðaðrar handbókar um félagsmála- fræðslu. Með þessu námsefni hafa síðan ver- ið haldin leiðbeinendanámskeið I flestum landshlutum. Það er samdóma álit þeirra er lengst hafa notið þessara námskeiða að ört vaxandi fjöldi ungmenna komi til starfa í fé- lögunum. Ekki aðeins til forustustarfa heldur eru félagarnir fúsari til almennra starfa og gera sér betur grein fyrir sinni eigin getu og þörfum á þvi að vera virkur þátttakandi. Nú vill Skinfaxi fara að upphafsorðum þessa greinarkorns og hvetja öll héraðssambönd og ungmennafélög, sem ekki hafa þegar notið slíkra námskeiða að hefjast handa. U.M.F.Í. mun veita alla þá fyrirgreiðslu er það getur í té látið. Látum reynslu annarra ungmennafé- laga verða okkur hvatning, stöndum saman og látum þess sjást merki að Félagsmálaskóli ungmennafélaganna er Félagsmálaskóli þjóð- arinnar nú eins og hann var. Bergur Torfason. 3

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.