Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1974, Qupperneq 7

Skinfaxi - 01.12.1974, Qupperneq 7
ustu árum. Bókband hefur Prentsmiðjan Edda hf. í Reykjavík annast. Stjóm UMFÍ hefur sótt um fjárstyrk til menntamálaráðuneytisins vegna söng- bókarútgáfunnar og fengið jákvæðar undirtektir. Dreifing og sala bókarinnar verður öll á vegum ungmennafélaganna, og er ætlunin að þau hljóti þóknun fvrir. Það er von okkar sem að útgáfunni stöndum, að hér sé aðeins um upphaf að fjölbreyttri söngbókarútgáfu á vegum UMFÍ að ræða. Komið hafa fram hug- myndir um útgáfu sönglagasafns fyrir hljóðfæraleikara, sérútgáfu íslenskra þjóðlaga, sérútgáfa léttra dægurlaga, söngbókarútgáfu með gítargripum og svo mætti lengi telja. Það er von undirritaðs, að Jónas Ingimundarson geti í framtíð- inni séð sér fært að aðstoða okkur við frekari útfærslu þessa veigamikla þáttar í félagsstarfseminni. Jónas hefur þegar getið sér orð sem óþreytandi boðberi tónlistar um landið allt, og ég veit að hann á þá hugsjón æðsta að geta orðið að sem mestu liði í þessum efnum. Landsmótsnefnd 15. landsmóts UMFÍ hefur ráðið Jónas sem söngstjóra á lands- mótinu næsta sumar. Æfingar í félögun- um geta hafist þegar er söngbókin kemur. H. Þ. ÍSLANDSMET HREINS í KÚLUVARPI Hreinn Halldórsson, HSS, bætti ís- landsmetið í kúluvarpi þrívegis í sumar, og kostaði lengst 18,90 metra hinn 7. ág- úst í keppni á Selfossi. Kvöldið áður Hreinn HalldórsEon varpar kúlunni. hafði hann sett nýtt met, 18,59 m., í landskeppni við íra í Reykjavík. Mótið á Selfossi var haldið af Héraðssamband- inu Skarphéðni, og var íslenskum og írsk- um landsliðsmönnum boðin þátttaka. Af- rek Hreins var það athyglisverðasta sem gerðist á þessu móti, en veður var mjög óhagstætt til keppni. Hinar stöðugu framfarir Hreins í kúlu- varpinu í sumar og undanfarin ár gefa fyrirheit um að hann nái 19 metra mark- inu fljótlega á næsta ári. í kringlukasti kastaði Hreinn lengst 51,32 metra, og er það næstbesti árangur íslendings í þeirri grein á árinu. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.