Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1974, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.12.1974, Qupperneq 8
SÖNGURINN ER OKKAR TÓNLISTARARFUR Rætt við Jónas Ingimundarson Skinfaxi náði stuttu viðtali við Jónas Ingimundarson í tilefni af útkomu Vasa- söngbókarinnar, og fer það hér á eftir: — Hvenær byrjaðir þú að vinna að bókinni, Jónas? — Það var víst á þrettándanum í ár að Hafsteinn Þorvaldsson sagði mér frá áformum UMFÍ um að gefa Vasasöng- bókina út. Hann hafði þá undir höndum tillögur frá ýmsum mönnum um fjöl- marga texta. Mér leist vel á hugmyndina um útgáfuna, en ég var frá upphafi þeirrar skoðunar að gefa ætti bókina út með nótum. — Hvers vegna? — Annars getur hún ekki talist söng- bók heldur aðeins textasafn. Notagildi hennar hlýtur að stóraukast við nóturnar, og það er álit margra þeirra sem við söngmál fást, að slíka bók hafi lengi vantað til að efla almennan söng og söngmennt í landinu. Stjórn UMFI féllst strax á þetta sjónarmið, og það varð úr að mér var falið verkið. — Er það rétt að þú hafir notað lítið af þeim textum sem búið var að safna? Ég felli marga þeirra niður sem hafa h'tið eða ekkert sönggildi, t. d. afdönkuð dægurlög og ambögur. Hins vegar gáfu 8 nóturnar nýja möguleika til að kynna ýmislegt nýstárlegt. Ég tók upp marga texta og lög sem ég vona að henti vel. Samtals eru í bókinni um 200 sönglög. Auðvitað verður það alltaf álitamál hvað á að velja og hverju að hafna. Sjálfsagt munu sumir sakna einhvers. Texta og lög valdi ég auðvitað að vel yfirlögðu ráði og leitaði ráða hjá mörgum mönnum sem eru hæfari en ég. Einkum vil ég nefna Þorstein Valdimars- son sem var mér sérsbaklega ráðhollur. — Hvað er helst nýstárlegt við bók- ina? — Það er flest nýstárlegt við þessa bók, og ekki síst það sem er gamalt. Ég valdi í hana talsvert af jrjóðlögum sem allt of lengi hafa legið í þagnargildi en nú er vaxandi áhugi fyrir. Mörg ný og vinsæl sönglög eru líka í bókinni. Nót- urnar eru auðvitað nýjung í slíkri bók og gefa henni margfalt gildi umfram |>au söngtextasöfn sem hér hafa lengi tíðkast. Síðast en ekki síst má svo benda á mvndskreytingu bókarinnar sem er nýj- ung í slíkum bókum hérlendis og hefur tekist mjög vel. — Var ekki erfitt að koma þessu öllu fyrir í lítilli vasabrotsbók? SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.