Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 9
— Nóturnar skrifaði ég á venjulegan nótnapappír, og textann í nótnalínumar vélritaði konan mín. Þetta er auðvitað nákvæmnisverk. Þetta var svo minnkað í myndamótagerð í samræmi við stærð bókarinnar og reynist mjög skýrt í prent- un. — Telurðu að unga fólkið muni taka þjóðlögunum vel? — Já, þau hafa notið vaxandi vinsælda undanfarið t. d. hjá ýmsum sönghópum °g jrjóðdönsurum, en hvorki lög né text- ar hafa verið aðgengileg almenningi. Okkar „tradition“ í músík er eingöngu söngur. Fólk söng t. d. undir dansi bæði sagnadansa og rímur og síðar ýmis viki- vakakvæði. Þessa erfðavenju okkar í söng álít ég að við eigum eftir að endur- lífga og halda við, og við emm svo heppnir að geta sótt mikinn efnivið í þjóðlagasafn Bjarna Þorsteinssonar sem er stórkostlegt brautryðjendaverk í þjóð- lagasöfnun. — Hvemig álíturðu að bókin verði notuð? — Tilgangur hennar er að efla al- mennan söng. Hún er eins konar upp- sláttarbók til notkunar við hvers konar tækifæri. Hún á að hvetja fólk til að taka lagið hvar sem það kemur saman. Fyrir kóra ætti hún líka að geta orðið skemmti- efni þótt lögin séu ekki útsett margrödd- uð. Þá má geta þess að tóntegundir eru valdar þannig í bókina að hægt er að Jónas Ingimundarson við flygilinn. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.