Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1974, Síða 13

Skinfaxi - 01.12.1974, Síða 13
UMFÍ að æskulýðsfulltrúa rílcisins und- anskildum, Reyni G. Karlssyni. Starfandi félagsmálakennarar eru enn þá of fáir innan hreyfingarinnar, en mik- ið hefur þó áunnist í þeim efnum, þvi haldin hafa verið námskeið í öllum lands- hlutum að undanskildu Norðausturlandi, Snæfellsnesi og Dölum. Fullvist má telja að kennaranámskeiðin hafi verið of stutt, því að minnsta kosti hafa fáir farið út í fræðslu miðað við fjölda útskrifaðra kennara. Þar sem vetrarsamgöngur eru erfiðar, virðist vera mjög mikil þörf á að til staðar séu hæfir félagsmálakennarar sem dreifðast í héruðum og gildir þetta sér- staklega um Ýestfirði og Austfirði. Alltítt er að heimamenn treysti sér ekki til að hefja fræðslu í héraðinu þó að þeir e.t.v. treysti sér til að byrja annars staðar og eru til mörg dæmi þess að skipst hafi verið á hlutverkum. Sú reynsla sem reyndustu félagsmála- kennarar hreyfingarinnar hafa öðlast sl. 3 ár er mjög dýrmæt og full ástæða til að staldra við og endurskipuleggja fræðslustarfsemi félagsmálaskólans. Þar sem kennsluefni og aðferðir voru upp- haflega settar án mikillar reynslu og ann- að hitt, að fræðsluþörf er mjög staðbund- in og ])ví um margvíslegar kennsluað- ferðir að ræða. Námskeiðin. Nú hafa verið lialdin á milli 30 og 40 námskeið vítt og breitt um landið og hafa rúmlega 600 manns sótt þau. Námskeiðin hafa verið haldin af héraðssamböndum í samráði við ungmennafélögin, eða kvenfélögin, tómstundaráð, skóla o. fl. aðila og eða þeim boðin þátttaka. Sums staðar á landinu hæfir best að halda nám- skeiðin í beinum tengslum við skólana og þykir annað ekki koma til greina, þó ann- ars staðar megi ekki minnast á það. Á kennaranámskeiðum ÆRR hafa alls 64 skólakennarar og 15 skólastjórar setið, og hefur það efalaust orðið til þess að skapa aukinn skilning forráðamanna Hópur unglinga úr skólunum í Garðahreppi sem luku námi I. stigs í félagsmálafræðslu. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.